Sólarferðir

Sólin skín hjá Gaman Ferðum. Við bjóðum úrval ferða á sanngjörnu verði í sólina. Ferðaárið  2017 er þar engin undartekning og hefur úrvalið af áfangastöðum og gistingu aldrei verði fjölbreyttara. Salou, La Pineda, Cambrils, Lloret de Mar, Santa Susanna, Tossa de Mar, Tenerife, Alicante, Benidorm, Albir, Kanarí, Miami og Barcelona eru sólaráfangastaðir Gaman Ferða 2017. Innifalið í verði er flug, skattar, 20 kg taska, handfarangur samkvæmt WOW air og gisting.
 
Hjá Gaman Ferðum leggjum við áherslu á að vera með góðar íbúðagistingar og fyrsta flokks hótel.
Hjá Gaman Ferðum eru ekki farastjórar á staðnum og tekst okkur þannig að bjóða hagstæðari verð í sólina.  Farþegar okkar hafa aðgang að neyðarsíma sem hægt er að hafa samband sé eitthvað ekki eina og það á að vera.
 
Hjá Gaman Ferðum er alltaf Gaman, komdu með!

Áfangastaðir

Salou
Salou strandbærinn er staðsettur í klukkustunda fjarlægð frá heimsborginni Barcelona og því er hægt að sameina sól og stórborg í einni og sömu ferðinni.
Tenerife
Tenerife er stærsta eyjan af sjö eyjum Kanaríeyja. Eyjan er um 300 km frá Afríku og um 1300 km frá meginlandi Spánar.
Lloret de Mar
Lloret de Mar á Spáni er heldur betur vinsæll áfangastaður hjá Gaman Ferðum enda alveg óskaplega Gaman á Lloret de Mar.
Albir
Þessi vinalegi strandbær er sérlega huggulegur og hentar fjölskyldu fólki einkar vel. Lágreist hús, vinaleg kaffihús og litlar verslanir einkenna bæinn.
Tossa de Mar
Tossa de Mar er rómantískur og lítill bær staðsettur í næstu vík við Lloret de Mar. Fjarlægðin milli þessar tveggja bæja eru u.þ.b.10 kílómetrar.
Benidorm
Benidorm þarf vart að kynna fyrir Íslendingum en þessi sólarstaður hefur verið vinsæll áratugum saman. Á Benidorm er alltaf líf og fjör.
La Pineda
La Pineda strandbærinn er staðsettur í klukkustunda fjarlægð frá heimsborginni Barcelona. La Pineda er staðsett á Costa Dorada.
Cambrils
Cambrils er næsti bær við Salou og er töluvert rólegri bær en Salou. Mikið af Spánverjum eiga sumarhús í bænum og hér upplifir maður ekta spænska stemmingu.
Santa Susanna
Bærinn er lítill, rólegur og staðsettur við Costa Maresme ströndina. Í Santa Susanna er lestarstöð og hægt er að taka lest beint inn í miðborg Barcelona.
Alicante
Vinalegasta borg Spánar er að sjálfsögðu Alicante. Borgin er stærsta borgin á Costa Blanca ströndinni, eða hvítu ströndinni.
Barcelona
Barcelona stórborgina er alltaf jafn freistandi að heimsækja. Fegurð borgarinnar er í takt við gestrisni íbúanna.
Miami
Hvað er yndislegra en að skella sér í sólina á Miami og njóta þess sem þessi frábæra borg hefur uppá að bjóða.

HTML Content Area