• Sérferðir
 • Borgarferðir
 • Fótbolti
 • Tónleikar
 • Skíði
 • Siglingar
 • Hreyfiferðir


  Herbergi 1  Herbergi 2  Herbergi 3  Indland – Nýja Delí

  Að ferðast um Indland er hrein upplifun.  Indland byggir kurteist fólk sem allt vill gera fyrir ferðamenn.  Að ferðast um landið er eins og að horfa á litríka kvikmynd. Mannlífið er fjölbreytilegt, minnismerki glæstrar menningar stórkostleg og maturinn ljúffengur. Indland lætur engan ósnortinn.

   

  Delí er höfuðborg Indlands. Delí hefur orðið til úr einum sjö borgum frá 11. öld fram á 20. öld.  Hér hafa margir ráðið ríkjum og risið hafa byggingar og minnismerki þeirra sem hér hafa verið. Fáar borgir státa af eins miklum fjölbreytileika í arkitektúr. Í Delí búa 26 miljónir manna en borgin skiptis í Nýjú Delí og Gömlu Delí.

   

  Nýja Delí hefur stækkað verulega á síðustu árum og ekki síst því að þakka að verksmiðjuiðja hefur aukist og þá á sviði tækni. Delí hefur náð forskoti á Mumbai (Bombay) og Kolkata sem leiðandi á sviði lista og í borginni eru ca 25 listasöfn. Fjölbreytileiki borgarlífsins birtist í vaxandi leikhúsmenningu og ekki þarf að taka fram að Indland er í öðru sæti yfir kvikmyndaframleiðslu í heiminum. Fyrir þá sem kunna að meta góða sögu og byggingarlist eru Rauða virkið, Hof Humayuns og turninn Qutab Minar ómissandi viðkomustaðir enda allir á heimsminjaskrá UNESCO. 

   

  Gamla Delí var til forna umlukin múrum.  Múgala-keisarinn Shah Jehan flutti höfuðstöðvar ríkisins frá Agra til Delhi á 17. öld. Shah var gæddur miklum hæfileikum sem birtast í byggingum sem hann lét reisa.  Hann er talinn stofnandi sjöundu borgarinnar og lét þar reisa hið þekkta ,,Rauða virki”.  Aðal aðkoma að virkinu er ,,Lahore hliðið” en frá því liggur Chandi Chowk, ein helsta breiðgata borgarinnar.

   

  Gaman að gera í Nýju Delí

  • Fara í dagsferð til Agra að skoða ástarhofið Taj Mahal
  • Bragða á ekta Indverskum “street food”
  • Heimsækja Rauða virkið
  • Fara á markaði í Gömlu Delí
  • Skoða stærstu moskvu Indlands Jama Masjid
  • Hjólaferð með heimamanni sem kallast “Rickshaw ride”