• Sérferðir
 • Borgarferðir
 • Fótbolti
 • Tónleikar
 • Skíði
 • Siglingar
 • Hreyfiferðir


  Herbergi 1  Herbergi 2  Herbergi 3  Fyrir þá sem langar að upplifa eitthvað alveg einstakt þá er Kúba frábær áfangastaður til þess. Fallegar strendur, vinalegt heimafólk, heillandi menning og gamaldags sjarmi einkennir þessa stærstu eyju í Karabíska hafinu. Það er eins og allt sé fast árið 1970 og margir hafa lýst staðnum sem töfrandi tímaskekkju, þar erum við allveg sammála! 

  Þeir sem vilja vera í borgarstemmingu ættu að leita sér af gistingum í Havana, þekktustu borg Karabíahafsins. Þetta er hjarta Kúbu, blandar saman gamla tímanum og nýja (ef nýja má kalla) og sá staður sem alla daga iðar gjörsamlega af mannlífi og menningu. 

  Annar borgarvalkostur er Trinidad sem margir hafa vafalaust heyrt um líka eins og Havana. Þessi borg er ein best varðveitta nýlendubyggð í Ameríku og er á Heimsminjaskrá UNESCO sem einstök menningarverðmæti. Hún er því vel heimsóknarinnar virði.

  Þeir sem vilja vera meira á ströndunni geta leitað að gististöðum í Varadero, einhverri allra fallegustu baðströnd í heimi.  

  Litríkar byggingar, líflegt mannlíf, besti ís í heimi, rommið, tæri sjórinn, latínu rúmbu jazzinn á hverju horni og jú auðvitað bílarnir - þessu mega engir heimsborgarar missa af!