• Sérferðir
 • Borgarferðir
 • Fótbolti
 • Tónleikar
 • Skíði
 • Siglingar
 • Hreyfiferðir


  Herbergi 1  Herbergi 2  Herbergi 3  Marrakesh er einhver litríkasta borg veraldar og einn af þessum stöðum sem allir verða að heimsækja að minnsta kosti einu sinni.

  Borgin býður upp á ótal spennandi kosti og hentar vel fyrir þá sem leita að golfferð, sólríku fjölskyldufríi á glæsilegu hótelsvæði eða rómantíska ferð í afslöppun. 

  Helsta kennileiti borgarinnar er gamli bærinn, Medinan, og iðandi torg hennar Jemaa el-Fnaa sem hefur oftar en einu sinni verið kosið stórfenglegasta torg í heimi. Lítil þröng stræti, kaupmenn út um allt með sínar litríku handgerðu vörur, slöngutemjarar, götusöngvarar, framandi matarvagnar og margt fleira sem hægt er að týna sér í að skoða og upplifa. 

  Fyrir barnvænt fjölskyldufrí í Marrakesh er hægt að velja úr frábærum hótelum með sundlaugasvæðum, skemmtidagskrá, rennibrautum og öllu inniföldu, allt eftir því hverju þið eruð að leita af. 

  Fyrir þá sem vilja spila golf í fríinu sínu þá er fjöldinn allur af golfvöllum í kringum borgina og einnig hótelsvæði með golfvelli sem hentar vel þeim sem ferðast í hópum þar sem ekki allir vilja spila golf. 

  Fyrir þá sem eru að leita að rómantískri ferð eða algjörri afslöppun þá eru fáar borgir með jafn mikið dekur í boði í formi "hammam" baða, leirbaða, nuddmeðferða og svo eru veitingastaðirnir í gamla bænum sérstaklega sjarmerandi,