• Sérferðir
 • Borgarferðir
 • Fótbolti
 • Tónleikar
 • Skíði
 • Siglingar
 • Hreyfiferðir


  Herbergi 1  Herbergi 2  Herbergi 3  Ó elsku Mexíkó með þinn kristaltæra bláa sjó og hvítu strendur!

  Fyrir þá sem langar að breyta aðeins til og fara í framandi sólarferðalag þá er Mexíkó fullkominn áfangastaður hvort sem er fyrir fjölskyldur, pör eða vinahópin. Landið er þekkt fyrir dásamlega millt veðurfar, ótal sólríka daga, bragðgóðan mat, fallegar strendur og litríkt og skemmtilegt samfélag. 

  Yucatan skaginn er vinsælasta ferðamannasvæðið og er öruggur og þægilegur valkostur fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt og spennandi. Auðvelt er að komast til Cancun með tengiflugi frá New York til dæmis og síðan fer það eftir því hverjir eru að ferðast saman með hverju við mælum. 

  Fyrir vinahópinn er frábært að vera á hótel svæðinu (e. Hotel Zone) í Cancun þar sem má finna fjöldan allan af flottum hótelum við ströndina, öflugt næturlíf, verslanir, afþreyingu, köfun, partý bátsferðir og margt fleira.

  Fyrir fjölskyldur og pör er Playa Del Carmen yndislegur staður, líflegur strandbær með fallegar götur, ótal veitingastaði, verslanir og í nálægð við skemmtigarða, frumskóga og hin frægu lón (e. cenotes) sem vinsælt er að heimsækja. 

  Fyrir golfara þá er Playa Del Carmen frábær möguleiki og má finna fjöldan allan af glæsilegum golfvöllum þar í kring með umhverfi sem er engu líkt. 

  Núverandi leit:

  Lengd ferðar (nætur)

  0
  50

  Verðbil

  0 kr.
  999.999 kr.

  Röðun

  View