Yfirlit

Fáir staðir á Ítalíu hafa notið jafn mikilla vinsælda og Garda vatnið, sem er talið eitt fegursta stöðuvatn landsins. Náttúrufegurðin við Garda er engu lík og það er yndislegt að dvelja á þessum stað og allir koma endurnærðir til baka.

Fararstjóri:  Una Sigurðardóttir
 
 
 
Gist er á LA PAUL með hálfu fæði, morgunverði og þríréttuðum kvöldverði. Hótelið stendur við vatnið og er steinsnar frá miðbænum. Hótelið er með stórum sundlaugagarði og topp aðstöðu til sundiðkana og sólbaða. Rétt við garðinn er prívat strönd við vatnið. Góðar og ódýrar verslanir eru á hverju strái í bænum. 
 
Flogið til Mílanó kl. 16.35 þriðjudaginn 2 október og við komu bíður áætlunarbifreið og ekur farþegum til Sirmione og tekur sá akstur 2 klukkustundir með stoppi á leiðinni. 
 
3. október
Þessi dagur er tekinn með ró og eftir morgunverð er farið í vettvangskönnun og bærinn skoðaður og nánasta umhverfi gerð góð skil. Kvöldverður borinn fram kl. 19.30 á hverju kvöldi. 
 
4. október
Eftir morgunverð er farið í dásamlega siglingu til litla bæjarins Limone sem á sér merkilega sögu. Þar er dvalið í 3 klukkustundir og kynnst ræktun sítrónunnar og einnig heimsækja farþegar litla og fræga matarolíu verksmiðju og gefst kostur á að smakka á framleiðslunni. Þessi ferð tekur 7 til 8 klukkustundir. 
 
5.október
Farið er ferð til hinnar óviðjafnanlegu borgar Verona. Fyrst er ekinn sveitavegur upp að stórmerkilegum stað í fjöllunum þar sem áheitakirkja hefur verið höggvin inn í fjallið, sjón er sögu ríkari. Í Veróna er dvalið í 5-6 tíma og það markverðasta skoðað. Farið verður á slóðir Rómeó og Júlíu. Einnig kynnumst Dante Aligheri skáldi, Við skoðum markverðustu leifar forn Rómverja og borgríkisins Veróna, sem var stórauðugt og síðan er gengið um í þessari glæsilegu miðborg með marmara göngugötum. Heimsækjum hringleikahúsið heimsfræga ARENA. 
 
6 október
Frjáls dagur en boðið upp á ferð til Desanzano og við heimsækjum hin frægu torg Piazza Malvezzi and Piazza Matteotti, og njótum þess að labba um og njóta fegurðar og lífsins. 
 
7.október
Nú er farin heils dags ferð í kringum vatnið, alveg óviðjafanleg ferð og stoppað í nokkrum bæjum m.a. Riva, Salo og svo eftir hvernig tíminn vinnst. Þetta er engu líkt. Una sér ykkur fyrir frábærri leiðsögn. 
 
8. október
Nú er um að gera að njóta síðasta dagsins í ró og friði og nota alla aðstöðu sem boðið er upp á. 
 
9 október
Lagt af stað um 11 leytið og á leiðinni er komið við í einum frægasta miðaldabæ á Ítalíu Bergamo og þar fæddist ítalska tónskáldið Donizetti, sem samdi m.a. hina heimsfrægu óperu Lucy de Lammermoor. 
Flogið til Íslands kl. 23.55
 
Verð á mann er kr. 159.900 og innifalið í verði er flug með sköttum, 20 kg taska, akstur til og frá flugvelli, gisting í 7 nætur á góðu hóteli með hálfu fæði, skoðunarferð til Veróna og kringum vatnið og íslensk fararstjórn. 
Aukagjald fyrir einbýli er kr. 29.800 
 
 

Hvað er innifalið

  • Flug
  • Gisting
  • Íslenskur fararstjóri 
  • Hálft fæði
  • Akstur til og frá flugvelli
  • 20 kg innritaður farangur
  • Dagsferð til Verona
  • Dagsferð í kringum Gardavatnið
  •  

Frá 159.900 kr. á mann

Gaman Ferðir bjóða upp á viku dvöl í bænum Sirmione sem er af flestum talinn einn fallegasti bærinn við vatnið. Lega bæjarins á tanganum sem skagar út í vatnið er stórkostleg. Í Sirmione eru einhverjar merkustu fornminjar frá tímum rómverja við vatnið og þó víðar væri leitað..Maria Callas ópersöngkonan heimsfræga elskaði Sirmione og keypti fallega Villu þar.

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir