Yfirlit

Uppselt
 
Fáir staðir á Ítalíu hafa notið jafn mikilla vinsælda  og Gardavatnið, sem er talið eitt fegursta stöðuvatn landsins.  Náttúrufegurðin við Garda er engu lík og það er yndislegt að dvelja á þessum stað og allir koma endurnærðir til baka. 
 
Fararstjóri:  Ágústa Sigrún Ágústsdóttir
 
Ágústa Sigrún Ágústsdóttir hefur mannauðsstjórnun að aðalstarfi en hefur bakgrunn úr listgreinum, er menntuð söngkona og söngkennari. Ágústa er með próf frá Leiðsöguskóla Íslands og hefur unnið við fararstjórn á Ítalíu, Króatíu og Slóveníu sem og við að leiðsegja ítölsku- og enskumælandi ferðamönnum um Ísland. Ágústa vinnur jafnhliða við markþálfun og keyrir rútu þegar þess þarf.
 
 
25. september
Flogið til Mílanó kl. 16:35  þriðjudaginn 25. september og við komu bíður áætlunarbifreið og ekur farþegum til Garda og tekur sá akstur um rúmar 2 klukkustundir með stoppi á leiðinni. 
 
26. september
Þessi dagur er tekinn með ró og eftir morgunverð er farið í vettvangskönnun og bærinn skoðaður og nánasta umhverfi gerð góð skil. Kvöldverður borinn fram kl. 19:30 á hverju kvöldi. 
 
27. september
Eftir morgunverð er farið í dásamlega siglingu til litla bæjarins Limone sem á sér merkilega sögu.  Þar er dvalið í 3 klukkustundir og kynnst ræktun sítrónunnar og einnig heimsækja farþegar litla og fræga matarolíu verksmiðju og gefst kostur á að smakka á framleiðslunni. Þessi ferð tekur 6-7 klukkustundir. 
 
28. september 
Lagt af stað kl.10:00 og nú er ekið í kringum Gardavatnið og komið við í nokkrum smábæjum og litast er um og er þetta einstök ferð, þar sem náttúrufegurðin er engu lík.  Byrjað að stoppa í Malcesine, þá Riva, síðan Salo og svo þarf að ath hvað tíminn leyfir, en þetta er heils dags ferð. 
 
29 september
Frjáls dagur en boðið upp á létta göngu yfir í næsta bæ Bardolino, þar sem er mjög þekktur markaður og gott að versla og kennir ýmissa grasa. Ball á hótelinu um kvöldið. 
 
30. september 
Farið verður  til hinnar óviðjafnanlegu borgar Verona.  Fyrst er ekinn sveitavegur upp að stórmerkilegum stað í fjöllunum þar sem áheitakirkja hefur verið höggvin inn í fjallið... Sjón er sögu ríkari. Í Veróna er dvalið í 5-6 tíma og það markverðasta skoðað. Farið verður á slóðir Rómeó og Júlíu.  Einnig kynnumst Dante Aligheri skáldi. Við skoðum markverðustu leifar forn Rómverja og borgríkisins Veróna, sem var stórauðugt og síðan er gengið um í  þessari glæsilegu miðborg með marmara göngugötum.
 
1. október
 
Hvernig væri að skella sér fyrir þá  sem þess óska,  í heils dags ferð til Feneyja. Drottningin við Adríahafið er ein af þeim borgum, sem allir verða einhvern tímann að heimsækja, það er upplifun að sjá hina fölnuðu frægð einhvers mesta sjóveldis í heimi og sjá hallirnar, kirkjurnar, brýrnar, heyra söguna, upplifa Markúsartorgið,  fara á Harry´s bar þar sem Hemingway vandi komur sínar.  Fara á gondól, kynnast kaupmanninum í Feneyjum o.fl. spennandi.  Þessi ferð er farin með þarlendri ferðaskrifstofu en með í för er ykkar fararstjóri sem þýðir o.s.frv. 
 
2. október
Farið af stað rétt eftir hádegið og á leiðinni út á völl er komið við í nokkra klukkutíma á hinum undurfagra stað við Gardavatnið Sirmione, þar sem óperusöngkonan fræga Maria Callas bjó og þar er dásamlegt um að litast og virkilega hægt að njóta fegurðar og yndisauka. 
Síðan er ekið út á völl og flug til Íslands er kl. 23:55 lending í Keflavík um kl 02:20 
 
Verð á mann er kr. 159.900 og innifalið í verði er flug með sköttum, 20 kg taska, akstur til og frá flugvelli, gisting í sjö nætur á góðu hóteli með hálfu fæði, skoðunarferð til Veróna og kringum vatnið og íslensk fararstjórn. 
Aukagjald fyrir einbýli er kr. 29.800 
 
Ekki innifalið ferð til Feneyja

Hvað er innifalið

  • Flug
  • Gisting
  • Íslenskur fararstjóri 
  • Hálft fæði
  • Akstur til og frá flugvelli
  • 20 kg innritaður farangur
  • Dagsferð til Verona
  • Dagsferð í kringum Gardavatnið

Hotel Royal

Via Don Luigi Sturzo, Lake Garda, 37016

Hotel Royal er gott 3*** hótel staðsett um 400 metrum frá vatninu og um 200 metrum frá miðbæ Garda. Í garði hótelsins er sundlaug og góð aðstaða til sólbaða. Veitingastaður og bar er á hótelinu. Herbergin eru vel búin öllum helstu þægindum með síma og sjónvarpi, svalir eða verönd er á öllum herbergjum.

Frá 159.900 kr. á mann

Gaman Ferðir bjóða upp á viku dvöl í bænum Gardaá góðu hóteli með hálfu fæði, morgunverði og þríréttuðum kvöldverði.  Hótelið er steinsnar frá miðbænum. Hótelið er með stórum sundlaugagarði. Garda þykir einn líflegasti bærinn við vatnið alltaf eitthvað um að vera, dúndrandi tónlist, jazz, ljúfar ítalskar ballöður og flott danstónlist. Góðar og ódýrar verslanir eru á hverju strái í bænum.

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir