Yfirlit

Fáir staðir á Ítalíu hafa notið jafn mikilla vinsælda og Gardavatnið, sem er talið eitt fegursta stöðuvatn landsins.  Náttúrufegurðin við Garda er engu lík og það er yndislegt að dvelja á þessum stað og allir koma endurnærðir til baka. Gaman Ferðir bjóða upp á átta nátta ferð í líflega bænum Garda. Í þessari ferð verður siglt til bæjarins Limone, ekið um Gardavatnið og stoppað í hinum ýmsu smábæjum. Boðið verður upp á að fara í dagsferð til Feneyja og Verona. Léttar gönguferðir og að sjálfsögðu er frjáls tími til þess að njóta lífsins og horfa á iðandi mannlífið í líflegum bænum Garda.

Þessi ferð er mjög vinsæl og selst fljótt upp!

Verð frá 189.900 kr. á mann í tvíbýli

Aukagjald fyrir einbýli er kr. 45.000

  • Flug til Milano, 20 kg taska
  • Gisting í átta nætur á Blu Lake Sirmione
  • Morgunverður
  • Akstur til og frá flugvelli
  • Skoðunarferð til Verona
  • Skoðunarferð í kringum vatnið
  • Íslensk fararstjórn

 

Ekki innifalið

  • Dagsferð til Feneyja

Lágmarksþátttaka er 20 manns og áskilur Gaman Ferðir sér rétt til að fella niður ferðina náist ekki sá fjöldi.

 

Kortalán/Netgíró/PEI

Kortalán Valitors,Netgíró og PEI gerir Gaman Ferðum kleift að bjóða korthöfum einfalda og örugga greiðsludreifingu við kaup á ferðum hjá okkur. Greiðsluskipting vegna ferðakaupa getur verið í 3 til 12 mánuði og eru vextir breytilegir. Hámarksheimildir miðast við úttektarheimild, skuldastöðu, aldur og viðskiptasögu korthafa. Hafðu samband í síma 560-2000 eða sendu póst á gaman@gaman.is ef þú hefur áhuga á því borga ferðina með kortaláni, Netgiró eða með PEI. 

 

Farangursheimild og sætisbókanir

Innifalið í verði er ein 20 kg taska.  Hver gestur má hafa með sér eina tösku í handfarangri, þó ekki stærri en 42x32x25 cm. Auk þess má hafa meðferðis fríhafnarpoka. Ekki er leyfilegt að hafa vökva í handfarangri. Hámarksþyngd handfarangurs er 10 kg. EF farþegar vilja bóka sæti fyrirfram þarf að greiða aukalega fyrir þau, samkvæmt verðskrá WOW air.

 


Hotel Blu Lake Sirmione

Viale Guglielmo Marconi, 31, 25019 Sirmione BS, Italy, Garda
Frá 189.900 kr. á mann

Gaman Ferðir bjóða upp á viku dvöl í bænum Sirmione sem er af flestum talinn einn fallegasti bærinn við vatnið. Lega bæjarins á tanganum sem skagar út í vatnið er stórkostleg. Í Sirmione eru einhverjar merkustu fornminjar frá tímum rómverja við vatnið og þó víðar væri leitað. Maria Callas ópersöngkonan heimsfræga elskaði Sirmione og keypti fallega Villu þar.

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir