Isabel er gott 4 **** hótel vel staðsett á Costa Adeje ströndinni, í næsta nágrenni eru verslanir og veitingastaðir.  Um 600  metrar eru að Fanabe ströndinni. Isabel er íbúða og smáhýsagisting ásamt því eru litlar Villur á tveim hæðum, húsin mynda einskonar þorp.
 
Góður garður er við hótelið með tveim sundlaugum,barnalaug og  góðri aðstöðu til sólbaða, með bekkjum og sólhlífum. Á þakverönd hótelsins er hægt að fara í sólbað og slappa af í nuddpotti. Aðalveitingastaður hótelsins er hlaðborðsveitingastaður þar sem hægt er að fá morgunverð, hádeigs og kvöldverð. Hótelið leggur áherslu á gæði og fjölbreytileika í matargerð. Fimm barir eru á hótelinu og þar af einn við sundlaugina.
 
Leikvöllur er við hótelið, borðtennisborð, billjard borð ásamt íþrótta velli þar sem hægt er að fara í boltaíþróttir og mini golf. Heilsulind er á hótelinu ásamt líkamsræktar aðstöðu, lítil gjafavöru verslun og hárgreiðslustofa.
 
Skemmtidagskrá er á daginn og kvöldin fyrir börn og fullorðna, börn 3 -12 ára geta svo notið þess sem barnaklúbbur hótelsins hefur uppá að bjóða á daginn.
 
Íbúðirnar, smáhýsin og Villurnar eru vel búin og er að finna öll helstu þægindi, eldhús með ísskáp, örbylgjuofni og helluborði.Íbúðirnar eru þau smekklega innréttaðar með svölum. Smáhýsin eru með verönd og litlum garði, Villurnar eru á tveim hæðum með litlum garði og nuddpotti. Isabel er góður kostur fyrir fjölskyldur litlar sem stórar.

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Tenerife
Herbergi 1Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir