GF Victoria er stórglæsilegt og nýtt 5 stjörnu hótel á Costa Adeje ströndinni. Í næsta nágrenni við hótelið eru verslanir og fjöldinn allur af góðum veitingastöðum. Stutt er á Plaua de Duque ströndina og Fanabe ströndina.
Sundlaugagarðurinn er fyrir alla aldurshópa, allt frá barnalaugum í glæsilegar sundlaugar sem eru aðeins fyrir fullorðna.Garðurinn er einkar fallegur og líkist helst japönskum zen garði.
Í heilsulindinni er hægt er að stunda pilates, jóga og slökun. Heilsulindin er með sér svæði fyrir fullorðna og svo fjölskyldur. Í fjölskyldusvæðinu eru spameðferðir fyrir alla fjölskyldumeðlimi sem eru ætlaðar til að róa og næra litla kroppa.
 
Herbergin eru nútímaleg og falleg með loftræstingu, svölum/verönd með útihúsgögnum, skrifborðsaðstöðu, flatskjá, hárþurrku, öryggishólfi (leigt gegn gjaldi), ketill og örbylgjuofn.
 
Bragðlaukarnir verða ekki fyrir vonbrigðum á GF Victoria en þar eru þrír veitingastaðir og fjórir barir til að velja úr.
Hótelið er stórkostleg skemmtun fyrir fjölskyldur, vini og pör. Á GF Victoria er glæsileg hönnun, fjölbreytt dagkrá fyrir alla og frábær slökun.
 

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Tenerife
Herbergi 1Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir