Sa Riera er mjög gott  4**** hótel sem var opnað í maí 2016. Hótelið er staðsett í um 5 mínútna göngufjarlægð frá miðbæ Toss de Mar. Gestamóttaka hótelsins er í nýtískulegum stíl en þar er einnig bar með setuaðstöðu. Garður hótelsins er lítill en þar er sundlaug, nuddpottur og sólbaðsaðstaða og chillout setusvæði. Nokkur kvöld í viku er lifandi tónlist í garðinum.
 
Veitingastaður hótelsins er lítill og snyrtilegur og býður upp á hlaðborð. Herbergin eru nýtískulega innréttuð með öllum helstu þægindum, öll með svölum en þær eru frekar litlar. Greitt er sérstaklega fyrir öryggishólf og afnot af ísskáp á herbergjum. Þráðlaust net er á sameiginlegum svæðum hótelsins og á herbergjum gestum að kostnaðarlausu.
 
Herbergin taka allt að 3 fullorðna. Morgunverður er innfalinn en hægt er að greiða aukalega fyrir hálft fæði eða fullt fæði.
Sa Riera er gott og er tilvalið fyrir pör eða vinahópa.
 
Sérstakur gistiskattur er á öllum hótelgistingum í Katalóníu og þarf hver farþegi að greiða 1 evrur pr. mann pr. nótt, þó ekki meira en fyrir sjö nætur og greiðist þetta beint til hótelsins.

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Tossa de Mar
Herbergi 1


Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir