Yfirlit

Ógleymanleg ferð til Berlínar 6. - 10. október 2019
 
Fararstjóri Erik Sördal
 
6. október
 
Lagt af stað í spennandi og fróðlega ferð um Berlín og nágrenni. 
 
Við lendingu í Berlín bíður áætlunarbifreið og flytur farþega á Park Inn Alexanderplatz þar sem gist verður í 4 nætur, hótelið er í hjarta borgarinnar á Alexanderplatz. 
Þegar farþegar hafa komið sér fyrir í herbergjunum, er farið í  vettvangskönnun um nærliggjandi hverfi.
 
7. október
 
Eftir morgunverð er skoðunarferð um borgina, sem stendur yfir í 4 klukkustundir og er stoppað á nokkrum mjög áhugaverðum stöðum. Farið er vítt og breitt um borgina og að helstu kennileitum borgarinnar eins og Potsdamer Platz, Stjórnlagahverfinu, hverfi hinna gullnu ára, múrnum, gyðingahverfið, listamannahverfið í Prenzlauer Berg og svo mætti lengi telja. 
Um kvöldið er farið á elsta skemmtihús borgarinnar Clärchens Ballhaus. 
 
8.október
 
Gönguferð í boði, fyrir þá sem það vilja eftir morgunverð, þetta er ljúf og skemmtileg ganga, létt og leikandi. Skyggnst inn í hulda heima austur Berlínar, farið á slóðir Stasi, seinni heimsstyrjaldar, farið í bakgarða og skoðað bak við steinana…Hún stendur yfir í cirka 2 klukkutíma en stoppað fyrir smá hressingu og spjall. 
Annars er dagurinn frjáls og eins kvöldið.
 
Verð 15 euro á mann og greiðist á staðnum, ekki þarf að bóka fyrirfram í gönguferðina.
 
9. október.
 
Þá er lagt af stað í heils dags ferð til Dresden.  „Allar leiðir liggja til Dresden“ það er ómissandi liður í lífi sérhvers manns að koma einu sinni til Dresden, þessarar borgar,  sem var vagga barokk listar í Evrópu, en örlög hennar þekkja flestir.  Við skoðum uppbyggingu borgarinnar, glæsibyggingar, Frúarkirkjuna og fleira.  Einstök ferð sem allir ættu að fara í.
 
Bóka þarf í þessa ferð á skrifstofu Gaman Ferða áður en ferð hefst.
 
Verð á mann 6.900 kr
 
 
10. október
 
Brottför frá hóteli út á flugvöll kl 9:30
 
Verð
 
Verð pr mann er 104.900 kr.
aukagjald vegna einbýlis 27.500 kr
 
Innifalið í verði er flug með WOW air, skattar, 20 kg innritaður farangur, lítill handfarangur samkvæmt skilmálum WOW air, gisting í tveggja mannaherbergi á Park Inn Alexanderplatz með morgunverð, akstur til og frá flugvelli, skoðunarferð um borgina og íslensk fararstjórn.
 
Ekki innifalið gönguferð um borgina og dagsferð til Dresden og máltíðir í ferðum.
 
 
Flugferðin
 
 
Flogið er með WOW air til og frá Berlín SXF
 
Brottför sunnudaginn 6. október kl: 06:00 lending í Berlín kl:11.40
Bröttför frá Berlín SXF fimmtudaginn 10. október kl: 12:25 lending í Keflavík kl: 14:15
 
Farangursheimild
 
Innifalið í verði er ein 20 kg taska. Hver gestur má hafa með sér eina tösku í handfarangri, þó ekki stærri en 42x32x25 cm. Auk þess má hafa meðferðis fríhafnarpoka. Ekki er leyfilegt að hafa vökva í handfarangri. Hámarksþyngd handfarangurs er 10 kg.
 
 
Kortalán/Netgíró
 
Kortalán Valitors gerir Gaman Ferðum kleift að bjóða korthöfum einfalda og örugga greiðsludreifingu við kaup á ferðum hjá okkur. Greiðsluskipting vegna ferðakaupa getur verið í 3 til 12 mánuði og eru vextir breytilegir. Hámarksheimildir miðast við úttektarheimild, skuldastöðu, aldur og viðskiptasögu korthafa. Hafðu samband í síma 560-2000 eða sendu póst á gaman@gaman.is ef þú hefur áhuga á því borga ferðina með kortaláni eða með Netgíró.
 
 
Lámarksþáttaka í ferðina er 15 manns náist sú þáttaka ekki áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til að fella niður ferðina.

 

Hvað er innifalið

Flug með sköttum

20 kg innritaður farangur

Lítill handfarangur samkvæmt skilmálum WOW air

Gisting með morgunverði

Akstur til og frá flugvelli

Skoðunarferð um borgina

Íslensk fararstjórn

Park Inn Alexanderplatz

Alexanderplatz 7, Berlin, 10178
Park Inn Alexanderplatz er gott 4**** hótel staðsett á besta stað í borginni við Alexanderplatz. Veitingastaðir og verslanir eru í göngufæri við hótelið. Um 10 mínútna gangur er að hinu líflega Hackesher Markt og að safnaeyjunni. Herbergin eru vel búin öllum helstu þægindum, með sjónvarpi, loftkælingu og vel útbúnu baðherbergi. Góður veitingastaður og bar er á hótelinu ásamt lítilli líkamsrækt. 
Frá 104.900 kr. á mann

Einstaklega skemmtileg ferð til Berlínar þar sem Erik Sördal fararstjóri leiðir hópinn í gegnum sögu borgarinnar. Berlín á sér mikla og merka sögu, farið verður í gönguferð og rútuferð um borgina þar sem helstu kennileiti og minjar borgarinnar verða heimsótt.

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir