Golden Bahía de Tossa & Spa er mjög gott 4**** hótel, staðsett 800 metrum frá ströndinni og aðeins 300 metrum frá miðbænum í Tossa de Mar.
 
Hótelið er með fallegan sundlaugagarð með þremur sundlaugum, barnalaug, góðri sólbaðs- og setuaðstöðu. Líkamsræktaraðstaða sem og glæsileg heilsulind er á hótelinu með nuddpottum, innisundlaug, gufu og hvíldaraðstöðu.  Á þaki hótelsins er einnig sólbaðsaðstaða með heitum potti og glæsilegu útsýni yfir Tossa de Mar, svæðið er aðeins fyrir fullorðna.
 
Á hótelinu er einnig afþreyingarsvæði, starfræktur barnaklúbbur, veitingastaður sem býður upp á hlaðborð og bar með lifandi tónlist og skemmtidagskrá fyrir börn og fullorðna.
 
Öll herbergin eru rúmgóð og fallega innréttuð með loftkælingu, flatskjá, fullbúnu baðherbergi með hárþurrku, síma, minibar, tekatli, öryggishólfi (gegn gjaldi) og húsgögnum á verönd. Á hverri hæð er sjálfssali fyrir drykki.
 
Val er um hálft fæði, fullt fæði eða allt innifalið.
 
Þráðlaust net er á sameiginlegum svæðum hótelsins.
 
Sérstakur gistiskattur er á öllum hótelgistingum í Katalóníu og þarf hver farþegi að greiða 1 evrur pr. mann pr. nótt, þó ekki meira en fyrir sjö nætur og greiðist þetta beint til hótelsins.

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Tossa de Mar
Herbergi 1Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir