Yfirlit

Gönguferð í austurrísku ölpunum – Salzalpensteig II

2.-10. júní

Fararstjórar: Sigurbjörg Magnúsdóttir og Guðný Sigurðardóttir

Verð frá 219.900 kr. á mann í tvíbýli

Aukagjald fyrir einbýli 30.000 kr.

 

Austurrísku alparnir eru heillandi og gönguferð um þetta fallega svæði er hreint ævintýri líkast. Gaman Ferðir eru með átta daga ferð þar sem þú upplifir stórbrotna náttúru og andar að þér fersku fjallaloftinu. Gönguleiðin sem um ræðir kallast Salzalpensteig en á þessari leið er að finna elstu saltnámu í heiminum og er þetta fallega svæði á heimsminjaskrá UNESCO. Gengið verður í sex daga og gist verður í fjórum mismunandi bæjum meðan á dvölinni stendur. Þessi gönguferð er fyrir fólk sem er vant að ganga og getur auðveldlega gengið 15-20 km á dag með hækkun yfir 1000 metra.

Fararstjórar

Fararstjórar ferðarinnar eru mæðgurnar Sigurbjörg og Guðný og hafa þær mikinn áhuga á fjölbreyttri útvist og hafa gengið töluvert bæði innanlands og utan. Þær fóru sína fyrstu ferð til Týról 2014 og heilluðust þær svo að náttúrfegurð þessa fallega svæðis að þær hafa farið árlega síðan. Ásamt þeim mæðgum verður reyndur staðarleiðsögumaður sem leiðir hópinn í göngunum.

Ferðatilhögun

2. júní sunnudagur - München

Flug frá Íslandi til München með Icelandair kl 07:20 -13:05. Við komuna í München bíður okkar rúta sem keyrir hópinn til Hallein þar sem gist verður í eina nótt.

3. júní – Hallein – Bad Dürnberg 

Rútuferð frá Hallein til Bad Dürnberg. Hér hefst fyrsta gangan sem er 14 km, 5-6 klst, 500 m hækkun og 700 m lækkun. Gengið verður upp Tucktannalm og þaðan niður dalinn Kuchl og fram hjá Schleier fossunum. Gengið verður meðfram Salachsfljótsins til Golling. Gist verður í tvær nætur í Golling á Hotel Goldner Ochs.

4. júní Golling – Abtenau

Gönguleið dagsins hefst í Unterscheffau en keyrt verður í rútu þangað frá Golling. Ganga dagsins er 14 km, 5-6 klst. 559 m hækkun og 339 m hækkun. Gengið verður frá Unterscheffau yfir brúna við Lammerfljótið og þaðan er gengið meðfram ánni til Oberscheffau. Gengið verður í gegnum villtan skóg Klausgraben og framhjá stórkostlegum fossum og endað er í Abtenau. Keyrt verður til Golling þar sem gist verður  á Golling Hotel Goldner Ochs.

5. júní Abtenau – Annaberg

Eftir morgunverð verður keyrt frá Golling til Abtenau. Ganga dagsins er 9 km, 4-5 klst, 645 m hækkun og 993 m lækkun. Farið verður upp með kláfnum Karkogel Hut og njótum við útsýnisins yfir Abteanu. Fylgjum göngustígum þaðan til Gseengalm og endum í Lammer dalum. Gist verður í eina nótt í Annaberg á Sport Hotel Dachstein West.

6. júní Annaberg – Gosau

Ganga dagsins er 11 km, 7 klst, 1269 m hækkun og 514 m lækkun. Fylgjum göngustígnum “the trail of legends” til Kopfberg, þaðan komum við að blómaengi Stuhlaml, þar gefst tækifæri til að fá sér létta hressingu. Fylgjum síðan göngustígnum Gosaukamm til Gablonzerhut. Tökum kláf til Lake Gosausee og þaðan er rútuferð til Gosau-Ramsau. Næstu tvær nætur verður gist í Gosau á Vitalhotel Gosau.

7. júní – Frjálsdagur í Gosau

 

8. júní Gosau – Bad Gosern

Ganga dagsins er 16,5 km, 7-8 klst, 958 m hækkun og 1838 m lækkun.

Hefjum daginn að ganga að Iglmoosalm, göngustígurinn leiðir okkur í gegnum skóg að Goserer hut  sem liggur við fjallið Kalmber. Þegar upp er komið að Iglmoosalm tökum við hvíld og njótum útsýnis yfir Traun dalinn og Hallstattersee vatnið. Göngum síðan í suðaustur átt að Bad Goisern þar sem gist verður í tvær nætur á Alpenhotel Dachstein.

9. júní – Bad Goisern – Ostuferwanderweg – Obertraun- Hallstatt

Ganga dagsins er 15 km, 4-5 klst, 212 m hækkun og 178 m lækkun. Við hefjum gönguna austanmegin við Lake Hallstättersee þar sem við munum njóta náttúrufegurðar Hallstatt og Dachstein jökulsins. Hallstatt er smábær sem þekktur er fyrir framleiðslu á salti og hefur fengið viðurnefnið “The Salt Town”. Í Hallstatt er að finna elstu saltnámur í heiminum eða frá 1735. Hér mun gefast tækifæri að taka kláf til að skoða saltnámurnar eða heimsækja World heritage safnið. (Ekki innifalið í verði; aðgangur að kláf og safninu.) Rúta keyrir okkur síðan aftur til Bad Goisern þar sem við gistum síðustu nóttina á Alpenhotel Dachstein. Um kvöldið borðum við sameiginlegan ekta austurrískan kvöldverð.

10. júní – Heimferð

Rúta sækir hópinn upp úr hádegi og keyrir upp á flugvöll. Flug frá München með Icelandair kl 17:35-19:30

Innifalið í verði er

 • Flug með Icelandair til Munchen, 20 kg taska
 • Gisting í átta nætur með hálfu fæði á 3 stjörnu hótelum
 • Sex göngudagar með innlendum leiðsögumanni
 • Allur akstur
 • Flutingur á farangri á milli gönguleiða
 • Lestarmiðar og sigling
 • Austurrískur lokakvöldverður
 • Innlendur leiðsögumaður
 • Íslensk farastjórn
 • Ferðamannaskattur

 

Ekki innifalið í verði

 • Hádegismatur
 • Kláfur í Hallstatt að saltnámu
 • Aðgangur að World Heritage safninu í Hallstatt
 • Annað sem ekki er tekið  fram í ferðalýsingu

ATH  lágmarksþátttaka er 15 manns og áskilur Gaman Ferðir sér rétt til að fella niður ferðina náist sú þátttaka ekki.

Kortalán/Netgíró/PEI

Kortalán Valitors,Netgíró og PEI gerir Gaman Ferðum kleift að bjóða korthöfum einfalda og örugga greiðsludreifingu við kaup á ferðum hjá okkur. Greiðsluskipting vegna ferðakaupa getur verið í 3 til 12 mánuði og eru vextir breytilegir. Hámarksheimildir miðast við úttektarheimild, skuldastöðu, aldur og viðskiptasögu korthafa. Hafðu samband í síma 560-2000 eða sendu póst á gaman@gaman.is ef þú hefur áhuga á því borga ferðina með kortaláni, Netgiró eða með PEI.  

 

 


Frá 219.900 kr. á mann

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir