Yfirlit

UPPSELT - Ný ferð í sölu 23.-30. sept. 

Gönguferð í Tossa de Mar – Costa Brava

24.-31. maí 
Verð 179.900 kr. í tvíbýli
Aukagjald fyrir einbýli er 25.000 kr. 
 
Gaman Ferðir bjóða upp á sjö daga gönguferð frá Toss de Mar á Costa Brava ströndinni. Gist verður allan tímann í Tossa de Mar og ferðast þaðan í gönguferðirnar. Gengið verður í fjóra daga og einn dag verður farið til Barcelona í hjólatúr. Gönguleiðirnar eru 10-14 km og ættu að vera færar flestum, gott að miða við að geta léttilega gengið upp á Esjuna. Þetta eru fallegar leiðir þar sem gengið verður við ströndina, gegnum skóga, gömul sjávarþorp og þorp frá miðöldum. Þess á milli gefst tími til að slaka á og njóta lífsins í dásamlega sjávarbænum Tossa de Mar. 
 

Fararstjóri 

Fararstjóri ferðarinnar er Tinna Pétursdóttir en hún er mikil áhugamanneskja um gönguferðir og útivist. Tinna hefur gengið flestar vinsælustu gönguleiðir Íslands ásamt því að sækja gönguferðir erlendis og má þar nefna Madeira og Dólómítos fjöllin. Ásamt Tinnu er innlendur leiðsögumaður sem fer í gönguferðirnar og leiðir hópinn þar. 
 

Innifalið í verði 

Flug til Barcelona, 20 kg taska 
Gisting í 7 nætur á Gran Reymar 4****
Hálft fæði – morgun og kvöldverður
Vatn í gönguferðum
Allur akstur 
4 göngudagar með innlendum leiðsögumanni
Hjólaferð í Barcelona 3 klst.
Íslenskur farastjóri 
 

Ekki innifalið 

Annað sem ekki er tekið fram í lýsingu 
Sérstakur gistiskattur er á öllum hótelgistingum í Katalóníu og þarf hver farþegi að greiða 1 € pr. mann pr. nótt, þó ekki meira en fyrir 7 nætur og greiðist þetta beint til hótelsins.
Lágmarksþátttaka er 20 manns og áskilur Gaman Ferðir sér rétt til að fella niður ferðina náist sú þátttaka ekki. 
 

Ferðalýsing 

24. maí 

Flogið er í beinu flugi með WOW air til Barcelona. KEF-BCN kl 15:45-22:15. Farþegar eru sóttir á flugvöll og keyrt verður til Tossa de Mar þar sem gist verður í sjö næstur á Gran Reymar. 
 

25. maí – Tossa & Serra de Cadiretes

Eftir morgunverð er fundur með staðarleiðsögumanni og farið yfir göngudagsins sem er 10 km, 240 m hækkun og áætluð að taki 4 klst. Gönguleiðin hefst í dalnum Tossa og þaðan er gengið upp að rústum Santa María kapellunni og gengið um skógi vaxin svæði. Á niðurleið njótum við útsýnis yfir kletta og litlar víkur Costa Brava strandarinnar. Gangan endar í Tossa de Mar og þegar þangað er komið fylgjum við stígnum “the light tower path” þar sem Ava Gandner torgið er og rústir frá miðöldum.
 

26. maí – Camí de Ronda

Byrjum daginn á morgunverð og í framhaldi af því fundur með leiðsögumanni sem fer yfir göngu dagsins. Camí de Ronda to the South er 11.5 km, 150 m hækkun og áætlað að gangan taki 4.5 klst. Byrjum gönguna á GR92 eða eins og það er kallað “Camins de Ronda” til Cala Llorell. Gengið verður í gengum og meðfram klettum Costa Brava strandarinnar með stórkostlegu útsýni yfir Miðjarðarhafið. Áfram verður gengið á gömlum stígum og á leiðinni eru margir fallegir staðir til þess að stoppa og njóta útsýnisins. Gangan endar við rústir miðaldar kastalans í Tossa de Mar. 
 

27. maí – Hjólaferð í Barcelona 

Eftir morgunverð keyrum við til Barcelona en aksturinn tekur sirka eina og hálfa klst. Við komuna til Barcelona verður farið í 2-3 klst hjólatúr um borgina með enskumælandi leiðsögumanni þar sem helstu kennileiti borgarinnar verða skoðuð. Eftir hjólatúrinn er frjáls tími í Barcelona áður en haldið verður til baka seinnipartinn til Tossa de Mar. 

 

28. maí – Fishing Villages & Beaches Calella de Palafrugell - Palmós

Eftir fund með leiðsögumanni verður keyrt til Calella de Palafrugell sem tekur um 55 mín. Ganga dagsins er 12 km, 120 m hækkun og áætlað að gangan taki 4,5 klst. Þetta er ein af fallegustu gönguleiðum ferðarinnar. Gengið verður framhjá gömlum bryggjum, fallegum litlum ströndum ásamt skógi vöxnu svæði og þröngum stígum. Gangan endar í gömlu fiskimannaþorpi en þar er starfandi fiskmarkaður og einnig er það áhugavert veiðisafn. Eftir gönguna höldum við aftur til Tossa de Mar. 
 

29. maí – Medieval Villages Peretallada – Pals- Palafrugell

Ganga dagsins er 14.4 km, 110 m hækkun og áætluð að taki 4 klst.  Keyrt verður til Peretallada sem tekur um 55 mín og gengið þaðan. Peretallada er ein af best varðveittustu þorpum frá miðöldum í Katalóníu. Arkitektúr þorpsins þykir einstakur og gengið verður í gengum þorpið og þaðan er haldið til þorpsins Pals sem einnig er frá miðöldum. Þegar komið er til Pals er gengið til The Baix Empordá og endar gangan í Palafrufell þar sem keyrt verður aftur til Tossa de Mar. 
 

30. maí 

Frjáls dagur í dag og engin formleg dagskrá. Hægt er að slaka á og njóta sín í sundlaugagarðinum
eða fara í dagsferð til Girona. Girona er staðsett í 40 km fjarlægð og þar er hægt að kíkja í verslanir eða skoða borgina. Við höfum svo sameiginlegan kvöldverð á hótelinu. 
 

31.maí 

Heimferðadagur. Farþegar þurfa að skila herbergjum á hádegi en gestir hafa aðgang að garði og aðstöðu hótelsins yfir daginn. Rúta sækir svo hópinn seinnpartinn og keyrt verður uppá flugvöll. Flug heim með WOW air Barcelona til Keflavíkur kl 23:15-02:05 +1 dagur. 
 

Kortalán/Netgíró/PEI

Kortalán Valitors,Netgíró og PEI gerir Gaman Ferðum kleift að bjóða korthöfum einfalda og örugga greiðsludreifingu við kaup á ferðum hjá okkur. Greiðsluskipting vegna ferðakaupa getur verið í 3 til 12 mánuði og eru vextir breytilegir. Hámarksheimildir miðast við úttektarheimild, skuldastöðu, aldur og viðskiptasögu korthafa. Hafðu samband í síma 560-2000 eða sendu póst á gaman@gaman.is ef þú hefur áhuga á því borga ferðina með kortaláni, Netgiró eða með PEI.  
 

Farangursheimild og sætisbókanir 

Innifalið í verði er ein 20 kg taska.  Hver gestur má hafa með sér eina tösku í handfarangri, þó ekki stærri en 42x32x25 cm. Auk þess má hafa meðferðis fríhafnarpoka. Ekki er leyfilegt að hafa vökva í handfarangri. Hámarksþyngd handfarangurs er 10 kg. EF farþegar vilja bóka sæti fyrirfram þarf að greiða aukalega fyrir þau, samkvæmt verðskrá WOW air. 
 
 

 

Gran Reymar - Gönguferð

Av. Mar Menuda, Tossa De Mar

Gran Reymar er æðislegt 4**** superior hótel í bænum Tossa de Mar. Hótelið er staðsett við ströndina og er einstaklega fallegt útsýni frá hótelinu yfir bæinn og kastalann í Tossa de Mar. 

Sundlaugagarðurinn er lítill og snyrtilegur með sundlaug, nuddpotti, bar og sólbaðsaðstöðu. Glæsileg heilsulind er á Gran Reymar þar sem hinar ýmsu meðferðir og nudd er í boði fyrir þá sem vilja gera vel við sig. Veitingastaður hótelsins er með stórkostlegu útsýni út á hafið og er kvöldverðurinn af matseðli og morgunverður af hlaðborði. Herbergin eru ágætlega rúmgóð í nýtískulegum stíl með svölum, öryggishólfi og loftkælingu. Ekki eru svalir á einstaklingsherbergjum. Þráðlaust net er á Gran Reymar.


Frá 179.900 kr. á mann

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir