Hótel Gran Garbi er gott fjölskylduhótel í Lloret de Mar staðsett í aðeins 5 mínútna fjarlægð frá ströndinni.

 

Lítill garður er við hótelið með sólbaðsaðstöðu og sundlaug. Gestir Gran Garbí hafa aðgang að sundlaugagarðinum á Gran Garbí Mar sem er hinum megin við götuna. Þar er að finna sannkallaða vatnaparadís með fjölda vatnsrennibrauta, vatnaleiksvæði og sólbekkir. Vatnagarðurinn er opin frá 1. júní – 15. september.

 

Skemmtidagskrá er á daginn og á kvöldin. Barnaklúbbur er á hótelinu fyrir börn 3 -12 ára. Hlaðborðsveitingastaður er á hótelinu en morgunverður er innifalinn og í boði er að greiða aukalega fyrir hálft fæði eða fullt fæði.

Sérstakur gistiskattur er á öllum hótelgistingum í Katalóníu og þarf hver farþegi að greiða 1 evrur pr. mann pr. nótt, þó ekki meira en fyrir 7 nætur og greiðist þetta beint til hótelsins.

Herbergin eru innréttuð í einföldum stlíl,öll með loftkælingu, svölum, sjónvarpi og síma hægt að er fá lítiinn ísskáp og öryggishólf gegn gjaldi inn á herbergið. Frítt þráðlaust internet er á sameiginlegum svæðum hótelsins. Hótelið hýsir mest 3 fullorðna eða 2 fullorðna og 2 börn.

 

 


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Lloret de Mar
Herbergi 1Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir