Hótel Gran Garbí Mar er gott 4**** hótel staðsett við hliðina á Gran Garbí hótelinu.  Aðeins 300 metrar eru að ströndinni . Hótelið er í hlíð og hentar því ekki þeim sem eiga erfitt með gang.
Á hótelinu eru 77 herbergi og er það staðsett í rólegu umhverfi. Góður sundlaugagarður með sólbaðsaðstöðu,  frábært svæði með rennibrautum sem eru allt að 9 metrar og barnasvæði með sundlaug og rennibrautum.Vatnagarðurinn er opin frá 1. júní – 15. september.

Gestir hótelsins geta notað aðstöðuna á Gran Garbí og er þar að finna barnaklúbb fyrir börn 3 -12 ára og skemmtidagskrá á daginn og á kvöldin.

 
Aðeins er framreiddur morgunverður á Gran Garbí Mar en gestir hótelsins geta keypt fæði á Gran Garbí þegar út er komið. 
 
Herbergin eru smekklega innréttuð með, svölum, loftkælinguí (júní - september ) síma, sjónvarpi og öryggishólfi ( gegn gjaldi). Hótel Gran Garbí Mar er tilvalið fyrir fjölskyldur með börn sem geta skemmt sér allan daginn í sundlaugagarðinum. Herbergin hýsa mest 3 fullorðna eða 2 fullorðna og 1 barn. 
 
Sérstakur gistiskattur er á öllum hótelgistingum í Katalóníu og þarf hver farþegi að greiða 1 evrur pr. mann pr. nótt, þó ekki meira en fyrir sjö nætur og greiðist þetta beint til hótelsins.
 

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Lloret de Mar
Herbergi 1Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir