Gran Oasis er frábært fjölskylduhótel sem Gaman Ferðir mæla með. Flott íbúðagisting með glæsilegum sundlaugagarði og afþreyingu fyrir alla í fjölskyldunni.
 
Gran Oasis Resort er mjög gott og fjölskylduvænt 4**** íbúðahótel, staðsett framan við Las Americas golfvöllinn í rólegri hluta Playa de Las Americas svæðisins. Um 20 mínútna gangur er á ströndina en hótelið býður upp á ferðir þangað yfir daginn sem og ferðir í Siam Park.
 
 
Í suðrænum garði hótelsins eru 2 sundlaugar, góð sólbaðsaðstaða, leiksvæði fyrir börnin og bar. Á hótelinu er einnig líkamsræktaraðstaða og heilsulind, afþreyingarsvæði, starfræktur barnaklúbbur, lítill súpermarkaður, veitingastaður sem býður upp á hlaðborð og bar með lifandi tónlist og skemmtidagskrá fyrir börn og fullorðna.
 
Íbúðirnar sem eru á tveimur hæðum eru bjartar og rúmgóðar útbúnar helstu þægindum, loftkælingu, fullbúnu eldhúsi með ísskáp, örbylgjuofni og kaffivél, sjónvarpi, síma, baðherbergi með hárþurku og svölum.
 
Hægt er að bóka íbúðir með einu svefnherbergi sem að rúma allt að 4 fullorðna eða íbúð með tveimur svefnherbergjum sem rúma allt að 6 fullorðna.
 
Val er um íbúðargistingu án fæðis, með morgunverði, hálfu fæði eða allt innifalið.
 
Þráðlaust net er í boði á Gran Oasis án endurgjalds.
 
Vinsamlegast athugið; frá 29.4 - 30.6 og frá 9.9 - 11.10 verður unnið að endurnýjun baðherbergja á hótelinu sem gæti ónáðað gesti. Farþegar Gaman Ferða verða staðsettir í fjarlægð frá framkvæmdunum.
 

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Tenerife
Herbergi 1Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir