Gran Reymar er æðislegt 4**** superior hótel í bænum Tossa de Mar. Hótelið er staðsett við ströndina og er einstaklega fallegt útsýni frá hótelinu yfir bæinn og kastalann í Tossa de Mar. 
 
Sundlaugagarðurinn er lítill og snyrtilegur með sundlaug, nuddpotti, bar og sólbaðsaðstöðu. Glæsileg heilsulind er á Gran Reymar þar sem hinar ýmsu meðferðir og nudd er í boði fyrir þá sem vilja gera vel við sig. Gestir hótelins hafa aðgang að líkamsrækt, jógakennsla fer fram á morgnana í sal eða á strönd. Einnig er hjólageymsla á hótelinu.
 
Veitingastaður hótelsins er með stórkostlegu útsýni út á hafið og er kvöldverðurinn af matseðli og morgunverður af hlaðborði. Herbergin eru ágætlega rúmgóð í nýtískulegum stíl með svölum, öryggishólfi og loftkælingu. Ekki eru svalir á einstaklingsherbergjum. Þráðlaust net er á Gran Reymar. Frábær kostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig og kjósa rólegheit og rómantík. 
 
Sérstakur gistiskattur er á öllum hótelgistingum í Katalóníu og þarf hver farþegi að greiða 1 € pr. mann pr. nótt, þó ekki meira en fyrir 7 nætur og greiðist þetta beint til hótelsins.
 

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Tossa de Mar
Herbergi 1


Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir