Hotel Gran Tacande er stórkostlegt 5***** lúxushótel staðsett á Playa del Duque ströndinni. Gran Taccande hefur meira og minna allt verið endurnýjað árið 2016. Þetta hótel hentar einstaklega vel fyrir þá sem vilja það besta.
 
Hótelið er í fjórum byggingum og hver bygging í sínum stíl. Glæsileg hönnun og fyrsta flokks þjónusta er á Gran Tacande. Tvær sundlaugar eru í garðinum og er þar góð aðstaða til sólbaða, sólbekkir, handklæði og sólhlífar. Huggulegur veitingastaður með verönd og snakkbar er einnig í garðinum.
 
Heilsulind hótelsins er yfir 2000 fermetrar með nuddpottum, gufu, tyrknesku baði og líkamsræktaraðstöðu sem er gestum í boði að kostnaðarlausu. Fyrir þá sem vilja dekra við sig í fríinu geta pantað sér nudd eða ýmsar meðferðir í heilsulindinni.
 
Á Gran Tacande eru 2 veitingastaðir og nokkrir barir. Herbergin eru í fjórum byggingum hótelsins og eru þau með hliðarsjávarsýn eða sjávarsýn.
 
Herbergin eru rúmgóð og glæsilega innréttuð í nýlendustíl með helstu þægindun. Loftkæling, sími, flatskjár, öryggishólf og þráðlaust net er í boði. Hægt er að fá hálft fæði gegn aukagjaldi. 

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Tenerife
Herbergi 1Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir