Grand Park Lara er frábær staður fyrir fjölskyldufríið. Eina sem þú þarft að gera er að njóta. Grand Park Lara er  þekkt fyrir góða staðsetningu, góðan mat og frábæra skemmtanastjóra sem sjá um að halda uppi skemmtilegri dagskrá á meðan dvölinni stendur. 
 
Við bjóðum upp á 3 tegundir af herbergjum, standard herbergi sem eru 22m2 og taka mest 2 fullorðna en athugið að engar svalir eru á þessum herbergjum, fjölskylduherbergi Deluxe sem eru 36m2 og tekur mest 4 fullorðna og fjölskyldusvíta Elite sem er 50m2 og tekur mest 6 fullorðna. Herbergin eru þrifin daglega og skipt um handklæði og rúmföt 3svar í viku. Hótelið samanstendur af 8 byggingum  í kringum fallegan sundlaugagarðinn.
 
Staðsetning hótelsins er á Lara svæðinu en einkaströnd sem tilheyrir hótelinu er í 200 metra fjarlægð og hægt er að fara með rútu frá hótelinu niður á strönd og til baka.
 
Á hótelinu eru 4 sundlaugar ásamt 4 vatnsrennibrautum. Fyrir yngri gesti á aldrinum 4 - 12 ára er boðið upp á barnaklúbb sem er með skemmtilega dagskrá inni og úti frá kl 10 - 17 ásamt því að bjóða upp á "mini diskó" á kvöldin.
 
Zephyranthes er aðal veitingastaður hótelsins þar sem er boðið upp á hlaðborð með alþjóðlegum og tyrkneskum réttum. Einnig má finna a la carte veitingastað sem skiptir um þema á hverju kvöldi, aukagjald fyrir að snæða þar er 5 evrur á mann. 
 
Á hótelinu er glæsileg heilsulind og það er frábært tækifæri að upplifa hinar ýmsu meðferðir, tykneskt bað og nudd á hagstæðu verði. 
 
Að okkar mati er Grand Park Lara gott 4 stjörnu hótel og hagkvæmur kostur fyrir fjölskyldur.
 
 
 

 

Samtals frá
201.900 kr.
Based on: , 1. jan. 2020

Keflavík

Antalya
Herbergi 1Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir