Yfirlit

Verð
 
Verðið á pakkanum er 129.900 kr. á mann miðað við fjórtán saman í kofa. Innifalið er flug með WOW air, 12 kg handfarangur, gisting í kofa á afgirtu kofasvæði í fjórar nætur og miði á hátíðina. Rútuferð frá flugvellinum í Amsterdam að tónleikasvæðinu og til baka á mánudeginum er einnig innifalin í verðinu. Miðarnir á hátíðina eru afhentir.í rútunni á leiðinni frá Amsterdam og að tónleikasvæðinu.
 
Flugferðin
 
Lagt er af stað frá Íslandi með WOW air til Amsterdam Schiphol fimmtudaginn 21. júní klukkan 06:00. Flogið er heim á leið mánudaginn 25. júní klukkan 18:30. Gott að vera mættur út á flugvöll um það bil tveimur tímum fyrir brottför. 
 
Farangursheimild
 
Farangursheimild fyrir handfarangur (12 kg) er innifalin í fargjaldinu. Á vefsíðu WOW air er að finna helstu verðupplýsingar vegna bókana og annarrar þjónustu sem fluggestir WOW air gætu þurft að nýta sér. Hægt er að kaupa sér farangursheimild hjá Gaman Ferðum í síma 560-2000. 
 
 
Gisting 
Gist verður í kofum sem eru á sérstöku afgirtu kofasvæði. Aðeins þeir sem hafa leigt kofa hafa aðgang inná kofasvæðið. Hrein klósett eru á kofasvæðinu ásamt heitum sturtum og morgunmat sem er til hádegis. Ath. að hver og einn þarf að hafa meðferðis sæng/svefnpoka og kodda þar sem aðeins kojur með dýnu eru í kofanum. Rafmagn er í kofanum upp á símahleðslur, tónlistaspilara og annað slíkt.
 
Hver kofi tekur 14 manns. Alls eru 7 kojur í hverjum kofa.
 
Breyting á ferð
 
Það er möguleiki á því að breyta ferðinni. Þetta á við þá sem vilja til dæmis lengja ferðina eða þeir sem vilja fara á öðrum tímum en við bjóðum uppá í ferðinni okkar hér á vefnum. Í flestum tilvikum er lítið mál að útvega gistingu í lengri tíma en verðið á aukanótt fer eftir því hóteli sem gist er á hverju sinni. Ef fólk hefur áhuga á því að breyta ferðinni sinni eitthvað, þá er bara málið að senda póst á jonoli@gaman.is. 
 
Kortalán / Netgíró / Pei
 
Kortalán Valitors gerir Gaman Ferðum kleift að bjóða korthöfum einfalda og örugga greiðsludreifingu við kaup á ferðum hjá okkur. Greiðsluskipting vegna ferðakaupa getur verið í 3 til 12 mánuði og eru vextir breytilegir. Hámarksheimildir miðast við úttektarheimild, skuldastöðu, aldur og viðskiptasögu korthafa. Hafðu samband í síma 560-2000 eða sendu póst á gaman@gaman.is ef þú hefur áhuga á því borga ferðina með kortaláni eða með Netgíró. 

Hvað er innifalið

  • Flug
  • Gisting
  • Miði á GMM
  • Rúta
  • 12 kg handfarangur

Festivalhut

Camping Metal Town, Dessel
Gist verður í kofum sem eru á sérstöku afgirtu kofasvæði. Aðeins þeir sem hafa leigt kofa hafa aðgang inná kofasvæðið. Hrein klósett eru á kofasvæðinu ásamt heitum sturtum og morgunmat sem er til hádegis. Ath. að hver og einn þarf að hafa meðferðis sæng/svefnpoka og kodda þar sem aðeins kojur með dýnu eru í kofanum. Rafmagn er í kofanum upp á símahleðslur, tónlistaspilara og annað slíkt.
Frá 129.900 kr. á mann

Daganna 21. - 24. júní fer fram tónlistarhátíðin Graspop Metal Meeting í Belgíu. Við hjá Gaman Ferðum bjóðum upp á hópferð á tónlistarhátíðina. Ef þú ert metal aðdáandi þá er þetta tónlistarhátíð fyrir þig. Komdu með og upplifðu einstaka skemmtun beint í æð. 

Hafðu samband

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

560 2000

Aðrir áhugaverðir kostir