H-10  Conquistador er mjög gott 4**** hótel frábærlega staðsett á Playa de las Americas ströndinni, nálægt “Laugarveginum” svokallaða. Garður hótelsins er með tveimur sundlaugum, önnur upphituð, barnalaug, leiksvæði fyrir börnin, góð sólbaðsaðstaða, snakkbar og veitingastaður.
Stór og góður hlaðborðsveitingastaður er á hótelinu ásamt Teppaniaki og ítölskum ala carte veitingastað. Las Palmeras og H-10 hótelin eru rómuð fyrir að bjóða upp á mjög veglegt og fjölbreytt hlaðborð.
Skemmtidagskrá er á daginn og kvöldin sem og þemapartý fyrir börn og fullorðna og einnig er barnaklúbbur. Heilsulind hótelsins er með nuddpottum, gufu, tyrknesku baði, saltvatnslaug og líkamsræktaraðstöðu.  Hægt er að bóka sig í hinar ýmsu meðferðir á snyrtistofunni og nudd.
Herbergin eru 448 á Conquistador og eru þau öll með loftkælingu, sjónvarpi, síma og öryggishólfi en greiða þarf sérstaklega fyrir afnot af því. Val er um að vera í hálfu fæði eða allt innifalið. Þráðlaust net er á hótelinu gestum að kostnaðarlausu.
Frábær kostur á besta stað á Playa de las Americas ströndinni. 
 

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Tenerife
Herbergi 1


Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir