H10 Mediterranean Village er mjög gott hótel staðsett í Cape Salou. Hótelið er staðsett um 200 metrum frá ströndinni í Cape Salou. Miðbær Salou er í 2 km fjarlægð frá hótelinu og Port Adventura skemmtigarðurinn er í 3 km fjarlægð. Stór garður með þrem sundlaugum þar af ein barnalaug með sjóræningjaskipi og rennibrautum. Góð aðstaða til sólbaða er í garðinum ásamt snakk bar. Barnakúbbar eru starfræktir á hótelinu, boðið er upp á mini-club fyrir 4 -8 ára, junior-club fyrir 9 -12 ára einnig er kúbbur fyrir unglinga 13 ára og eldri. Sér leiksvæði er fyrir börn fyrir framan hótelið. Þrír veitingastaðir eru á hótelinu, hlaðborðsveitingastaður, A la carte og pizzu staður sem opinn er í hádeginu. Líkamsræktar aðstaða, innisundlaug og sauna er á hótelinu, einnig er að lítil matvöruverslun þar sem hægt er að kaupa helstu nauðsynjar. Herbergin eru vel búin með loftkælingu, svölum, sjónvarpi, öryggishólfi og litlum ísskáp.Frítt Wi-fi er á hótelinu. 

Sérstakur gistiskattur er á öllum hótelgistingum í Katalóníu og þarf hver farþegi að greiða 1 evru pr. mann pr. nótt, þó ekki meira en fyrir 7 nætur og greiðist þetta beint til hótelsins.


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Salou
Herbergi 1


Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir