Yfirlit

Hamingja og heilsa í Tossa de Mar

25. sept -2. okt. 

 
Gaman Ferðir bjóða upp á sjö daga heilsu- og dekurferð fyrir konur á öllum aldri til Tossa de Mar á Costa Brava ströndinni 25. september til 2. október 2019.
Gist verður á Gran Hotel Reymar sem er er staðsett við ströndina, en frá hótelinu er einstaklega fallegt útsýni yfir bæinn og kastalann í Tossa De Mar. 
Bjargey Ingólfsdóttir er fararstjóri ferðarinnar en hún mun leiða hópinn og halda námskeiðið, Besta útgáfan af sjálfri þér sem er skemmtilegt og uppbyggjandi sjálfstyrkingarnámskeið fyrir allar konur sem vilja láta drauma sína rætast og upplifa sanna hamingju í sínu lífi.
 

Fararstjóri

Fararstjóri er Bjargey Ingólfsdóttir meðferðaraðili og áhugamanneskja um heilbrigðan lífsstíl. Bjargey er menntuð með B.A. próf í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands og er höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðaraðili frá Upledger Institude á Íslandi. Bjargey er leiðbeinandi á námskeiðum hjá Heilsuborg.
Bjargey heldur úti heimasíðunni Bjargey & Co. þar sem hún deilir hugleiðingum um heilsu og lífsstíl ásamt áhugamálum sínum, ferðalögum, matargerð, heimili og hönnun. 

 

Besta útgáfan af sjálfri þér - námskeið

Bjargey er höfundur og leiðbeinandi námskeiðsins Besta útgáfan af sjálfri þér sem er skemmtilegt og uppbyggjandi sjálfstyrkingarnámskeið fyrir allar konur sem vilja láta drauma sína rætast og njóta alls þess besta sem lífið hefur upp á að bjóða. Markmið námskeiðsins er að konur upplifi sátt við sjálfa sig og elski sjálfa sig skilyrðislaust en það segir Bjargey vera lykillinn að árangri í öllum þeim markmiðum sem við setjum okkur í lífinu. Námskeiðið er innifalið í ferðinni ásamt vandaðri vinnubók sem gagnast á námskeiðinu sjálfu og í persónulegri markmiðasetningu. Námskeiðið er tveir fyrirlestrar og vinnustofa í sal á hótelinu sjálfu og hluti námskeiðsins fer fram úti í náttúrunni þar sem Bjargey mun leiða hugleiðslu á ströndinni og fara með hópinn í skemmtilega göngu- og skoðunarferð. Ferðin og námskeiðið er fyrir allar konur sem vilja setja heilsu og hamingju í fyrsta sæti í sínu lífi. Á námskeiðinu kennir Bjargey núvitund, hvernig við getum aukið orku og bætt lífsgæði okkar með einföldum aðferðum sem allir geta tileinkað sér.  Þegar við gefum okkur tíma til að hlúa að líkama og sál á skemmtilegu sjálfstyrkingarnámskeiði er gott að vera laus við áreiti daglegs lífs og því leggur Bjargey áherslu á að þátttakendur á námskeiðinu hafi einnig nægan tíma til þess að slaka á og njóta lífsins í fallegu og endurnærandi umhverfi Tossa De Mar.
 
 

Verð pr. mann er 169.500 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 25.000 kr.

 
Innifalið í verði er
Flug til Barcelona, 20 kg taska
Gisting í sjö nætur á Gran Reymar
Hálft fæði – morgun og kvöldverður
Námskeiðið Besta útgáfan af sjálfri þér
Fyrirlestrar og vinnustofa 2 skipti í 2,5 klst.
Hugleiðsla á ströndinni 2 skipti í 1 klst.
Gönguferð 2 klst.
Akstur til og frá flugvelli
Íslensk fararstjórn
 
ATH sérstakur gistiskattur er á öllum hótelgistingum og þarf hver farþegi að greiða 1 € pr. mann pr. nótt og greiðist þetta beint til hótelsins og því ekki innifalið í verði ferðarinnar. 
Lágmarksþátttaka er 15 manns og áskilur Gaman Ferðir sér rétt til að fella niður ferðina náist sú þátttaka ekki. 
Dagskrá, birt með fyrirvara á breytingu. 
 

25. september 

Komudagur. Flogið er með WOW air frá Keflavík til Barcelona WW626 kl 15:45-22:15. Farþegar verða keyrðir frá flugvellinum til Tossa de Mar en aksturinn tekur eina og hálfa klst. 

26. september 

Frjáls dagur til að hvílast eftir ferðalagið og skoða umhverfið.
Sameiginlegur kvöldverður kl 20:00 á Hótel Gran Reymar þar sem Bjargey segir frá fyrirkomulagi námskeiðsins og hópurinn kynnist.

 

27. september 

Besta útgáfan af sjálfri þér - fyrirlestrar og vinnustofa á hótelinu kl. 10:00-12:30.

Fyrirlestur 1

  • Heilsa, heilbrigði og líðan. 
  • Hvað er streita og hvaða áhrif hefur hún á líf okkar?

Fyrirlestur 2

  • Núvitund, sjálfsrækt og hamingja.
  • Hvað þarf ég og hvernig get ég aukið hamingjuna í mínu lífi?
 

28. september 

Núvitund og hugleiðsla á ströndinni kl. 08:00 – 09:00. 
14:00 Gönguferð - létt gönguferð frá Tossa de Mar yfir í næstu víkur. Cala Bona og Cala Pola. Gönguleiðin til Cala Pola er 4,5 km og hægt að taka leigbíl aftur til Tossa de Mar eða ganga aftur til baka samtals 9 km. 
 

29. september 

Frjáls dagur til að slaka á og njóta lífsins í sólinni.
 

30. september

Besta útgáfan af sjálfri þér - fyrirlestrar og vinnustofa á hótelinu kl. 10:00-12:30.

Fyrirlestur 3

  • Persónuleg markmiðasetning, skipulag og tímastjórnun.
  • Hvernig setjum við okkur raunhæf markmið?

Fyrirlestur 4

  • Styrkleikar okkar og afrek. 
  • Hvernig verða draumar okkar að veruleika?
 

1. október 

Núvitund og hugleiðsla á ströndinni kl. 08:00 – 09:00. 
18:00 Sameiginleg gönguferð að kastalanum í Tossa De Mar og kvöldverður í miðbænum á huggulegum veitingastað. Hver og einn greiðir fyrir sig í mat og drykk.

 

2. október

Heimferðadagur. Frjáls dagur til að slaka á fyrir ferðalagið heim.
Skila þarf herbergjum á hádegi en gestir hafa aðgang að garði og aðstöðu hótelsins yfir daginn. Rúta sækir hópinn seinnipartinn og keyrt verður upp á flugvöll. Flug frá Barcelona til Keflavíkur WW627 kl 23:15-02:05+ 1 dag.
 

Kortalán/Netgíró/PEI

Kortalán Valitors,Netgíró og PEI gerir Gaman Ferðum kleift að bjóða korthöfum einfalda og örugga greiðsludreifingu við kaup á ferðum hjá okkur. Greiðsluskipting vegna ferðakaupa getur verið í 3 til 12 mánuði og eru vextir breytilegir. Hámarksheimildir miðast við úttektarheimild, skuldastöðu, aldur og viðskiptasögu korthafa. Hafðu samband í síma 560-2000 eða sendu póst á gaman@gaman.is ef þú hefur áhuga á því borga ferðina með kortaláni, Netgiró eða með PEI.  
 

Farangursheimild og sætisbókanir

Innifalið í verði er ein 20 kg taska.  Hver gestur má hafa með sér eina tösku í handfarangri, þó ekki stærri en 42x32x25 cm. Auk þess má hafa meðferðis fríhafnarpoka. Ekki er leyfilegt að hafa vökva í handfarangri. Hámarksþyngd handfarangurs er 10 kg. EF farþegar vilja bóka sæti fyrirfram þarf að greiða aukalega fyrir þau, samkvæmt verðskrá WOW air.
 

Gran Reymar - hamingja og heilsa

Av. Mar Menuda

Gran Reymar er æðislegt fjögura stjörnu superior hótel í bænum Tossa de Mar. Hótelið er staðsett við ströndina og er einstaklega fallegt útsýni frá hótelinu yfir bæinn og kastalann í Tossa de Mar.

 

Sundlaugagarðurinn er lítill og snyrtilegur með sundlaug, nuddpotti, bar og sólbaðsaðstöðu. Glæsileg heilsulind er á Gran Reymar þar sem hinar ýmsu meðferðir og nudd er í boði fyrir þá sem vilja gera vel við sig.

 

Veitingastaður hótelsins er með stórkostlegu útsýni út á hafið og er kvöldverðurinn af matseðli og morgunverður af hlaðborði. Herbergin eru ágætlega rúmgóð í nýtískulegum stíl með svölum, öryggishólfi og loftkælingu. Ekki eru svalir á einstaklingsherbergjum. Þráðlaust net er á Gran Reymar.  


Frá 169.500 kr. á mann

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir