Yfirlit

Skólinn hefur þá sérstöðu að mikið er hugsað um einstaklingsþjálfun. Atvinnumenn taka leikmenn í kennslu eftir því hvaða leiksstöðu þeir spila. Þar er farið yfir ákveðin grunnatriði, hreyfingar og eiginleika sem atvinnumaðurinn telur nauðsynlega.
 
Krakkarnir fylla út spurningarlista þar sem þau taka fram ákveðin atriði sem þau vilja ná betri færni í, videófundir þar sem leikir og leikmenn eru greindir og einkaviðtal með þjálfurum þar sem farið er yfir markmiðasetningu og markmið(Þrepa/skammtíma og langtímamarkmið t.d). Auk þess eru fyrirlestrar en í fyrra var Hrafnhildur Hanna landsliðskona með fyrirlestur um hvað þurfi til að ná langt. Árið 2016 var Arnór Atlason með fyrirlestur um atvinnumennsku og hvað hann lagði á sig til að komast þangað.
 
2016 var farið ítarlega í 6-0 varnarvinnu þar sem krökkunum var kennt að hreyfa sig og vinna rétt úr ýmsum aðstæðum. 2017 var farið ítarlega í 5-1 varnarvinnu.
 
2018 er handboltaskólinn eftir sömu uppskrift. Mikil einbeiting á einstaklingsþjálfun, atvinnumenn koma í heimsókn og kenna krökkunum eftir leiksstöðu, ásamt fyrirlestrum, videóvinnslu, markmiðasetningu og faglegri nálgun á handboltann. Ferð í skemmtigarðinn er svo innifalið en í ár mun skólinn fara í Farup Sommerland.
 
Þó hann sé eftir sömu uppskrift þá er þetta ný upplifun á hverju ári, nýr staður, nýtt félag, ný áherslu atriði í þjálfun og fyrirlestrum.
 
Skólinn er fyrir stráka fædda árin 2002-2004, og stúlkur fæddar 2001-2004.
 
 
Dagskrà upplýsingarnar :
 
1 taska 23 kg og 10 kg handfarangur innifalinn í verði.
 
Flugáætlun:
 
FI 272 23JUL KEF BLL 0800 1245
 
FI 273 29JUL BLL KEF 1440 1530
 
 
Við tökum svo rútu til Álaborgar, en það tekur rúma 2 tíma að keyra.
 
Æft 2x á dag og með sama fyrirkomulagi og undanfarin tvö ár, áhersla lögð á einstaklingsþjálfun þar sem atvinnumenn stýra æfingunum. Skólastjórar eru Aron Kristjánsson, þjálfari Danska meistaraliðsins Álaborg og Jón Gunnlaugur Viggósson þjálfari mfl kk hjá HK. Auk þeirra munu fleiri íslenskir þjálfarar þjálfa í skólanum.
 
Á staðnum eru tveir góðir handboltavellir, sundlaug, borðtennis, box salur, pool, sjoppa og stutt í miðbæinn. Maturinn er eins og hann gerist bestur. 
 
Það eru 4 saman í herbergi.
 
Fyrir utan aðstöðuna er svo körfuboltavöllur og styrktarleiktæki.

Hvað er innifalið

Hvað er innifalið?
  • Flug
  • Gisting
  • Rúta til og frá flugvelli
  • Íslensk farastjórn
  • Ferð í skemmtigarð
  • 20 kg taska
  • Fullt fæði

Nørresundby Idrætscenter

Nørresundby íþróttamiðstöðin getur tekið við 120 næturgesti. Á staðnum er allt til alls, 2 íþróttasalir, 50m sundlaug, tennisvellir, skvassvellir, hnefaleikaherbergi, líkamsræktarstöð. Útisvæðið er ekki minna en þar eru körfuboltavellir, stransdblaksvellir, mínígolf og ekki langt í keilusal.

Maturinn er sérsniðinn að þeim hópum sem gista á staðnum og verður því ekki betri.

Frá 169.900 kr. á mann

" Eftir gríðarlega vel heppnaða handboltaskóla árin 2016 og 2017 er komið að enn betri handboltaskóla 2018. Að þessu sinni verður farið á heimavöll Arons Kristjánssonar í Álaborga. Æft verður undir stjórn Arons og Jóns Gunnlaugs ásamt því að atvinnumenn munu koma og taka leikmenn í einstaklingskennslu. "

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

5602000

Aðrir áhugaverðir kostir