Hawaii, Mexíkó og Los Angeles, sigling með Star Princess

17. nóv - 5. des – 18 nætur

Los Angeles - Hilo – Honolulu - Kauai – Maui - Ensenada Mexíkó – Los Angeles 

Hefur þig ekki alltaf dreymt um að fara til Hawaii? Nú getur þú látið drauminn rætast því Gaman Ferðir bjóða upp á nítján nátta ferð til Los Angeles, Hawaii og Mexíkó. Þetta er ferð eins og maður segir „once in a life time“ á lúxus skemmtiferðaskipi eins og þau gerast best. Flogið er með WOW air til Los Angeles þar sem gist verður í tvær nætur áður en að siglingin hefst. Siglingin stendur yfir í fimmtán nætur. Allar eyjur Hawaii verða heimsóttar og þar að auki Mexíkó. Eftir siglinguna verður gist í eina nótt í Los Angelses áður er haldið verður aftur heim. Þetta er ferð sem þú vilt ekki missa af því þetta verður upplifun sem gleymist aldrei. 

 

Princess Cruises – Star Princess

Það er óhætt að segja að Princess Cruises sé eitt af betri skipafélögum í heiminum í dag. Princess Cruises hefur verið starfandi í yfir 50 ár og í flota þeirra eru 17 skemmtiferðaskip. Ár hvert sigla yfir 1 miljón farþega með Princess Cruises sem sem kemur við á yfir 280 áfangastöðum í öllum heimsálfum. Þjónustan og aðbúnaðurinn um borð er eins og að hann gerist bestur. Lagt er upp úr persónulegri þjónustu og að hver einn og einasti gestur njóti sín til fullnustu. Fjöldinn allur er af gourmet veitingastöðum um borð, kaffihús og barir. Glæsileg heilsulind, spilavíti, leikhús, kvikmyndahús og ótal margt fleira í boði um borð. Að sigla með Princess Cruises er sannkallað ævintýri og upplifun sem gleymist aldrei. Star Princess var sjósett 2001 og endurnýjað árið 2011. Þetta glæsilega skip er 108.977 tonn með 17 þilför, rúmar 2600 gesti og áhöfin telur 1100 manns. 

 

Ferðalýsing

17. – 19 . nóvember – Los Angeles

Flogið verður með WOW air til Los Angeles þar sem gist verður í tvær nætur áður en að siglingin með Princess Cruises hefst.

19.-25. nóv  Á siglingu

 

Farið verður um borð Star Princess upp úr hádegi og akkerum lyft kl 16:00. Næstu sex dögum verður varið um borð á meðan siglt er til Hawaii.

 

24. nóv Hilo – Hawaii kl 09:00-18:00

 

25. nóv Honolulu – Hawaii kl 07:00-23:00

 

26. nóv Kauai  - Hawaii kl 08:00-17:00

 

27 nóv Maui – Hawaii kl 07:00-18:00

 

28. nóv – 2. des Á siglingu

Star Princess verður næstu fimm daga á siglingu á leið sinni til Ensenda í Mexíkó

 

3. des Ensenada – Mexíkó kl 08:00-17:00

 

4.-5. des Los Angeles

Star Princess legggst við höfn í Los Angels kl 06:15. Farþegar þurfa að vera farnir frá borði ekki síðar en kl 11:00. Gist verður í eina nótt á 4**** hóteli í Los Angeles áður en flogið verður heim með WOW air til Íslands.

 

Gott að vita

Ekki eru notaðir peningar um borð í skipinu heldur er notast við kort sem skipafélagið afhendir og á bakvið það er debet eða kreditkort farþega. Greitt er í dollurum fyrir alla auka þjónustu um borð. Áður en ferðin hefst er stofnaður reikningur með debet eða kreditkorti og tekur Princess Cruises strax frá heimild á kortinu í byrjun ferðar sem eru um það bil 24 þús. kr. ISK. Það er til þess að tryggja að innistæða sé á kortinu fyrir mögulegri þjónustu og vöru sem farþegar gætu viljað nýta sér um borð.

Klefarnir eru allir með svölum og 20 fm. Klefatýpan heitir BD-BF og eru klefarnir staðsettir á þilförum 8, 10, 12, og 14. Við getum ekki lofað eða staðfest ákveðna staðsetningu á klefum. Princess Cruises sér um að úthluta klefum.

 

Kortalán/Netgíró

Kortalán Valitors og Netgíró gerir Gaman Ferðum kleift að bjóða korthöfum einfalda og örugga greiðsludreifingu við kaup á ferðum hjá okkur. Greiðsluskipting vegna ferðakaupa getur verið í 3 til 12 mánuði og eru vextir breytilegir. Hámarksheimildir miðast við úttektarheimild, skuldastöðu, aldur og viðskiptasögu korthafa. Hafðu samband í síma 560-2000 eða sendu póst á gaman@gaman.is ef þú hefur áhuga á því borga ferðina með kortaláni eða með Netgíró.

 

Instagram/Twitter

Það er um að gera að ef þú ert að setja inn myndir úr ferðinni á Instagram/Twitter að merkja myndirnar #gamanferdir

 

Farangursheimild

Innifalið í verði er ein 20 kg taska. Hver gestur má hafa með sér eina tösku í handfarangri, þó ekki stærri en 42x32x25 cm. Auk þess má hafa meðferðis fríhafnarpoka. Ekki er leyfilegt að hafa vökva í handfarangri. Hámarksþyngd handfarangurs er 10 kg.

 

Hvað er innifalið

Innifalið í verði

Innifalið er flug til og frá Los Angeles með WOW air, 20 kg taska, handfarangur samkvæmt WOW air gisting í eina nótt  í Los Angeles fyrir siglingu og eina nótt eftir siglingu á 4**** hóteli. Skemmtisigling í fimmtán nætur á Star Princess með fullu fæði, þjórfé, hafnargjöldum og sköttum.

 

Ekki innifalið

·       Skoðunarferðir á áfangastöðum skipsins.  

·       Morgunverður á hóteli í Los Angeles

·       Áfengir drykkir – ATH hægt er að kaupa drykkjarpakka á 69 $ pr. dag.   

·       Annað sem ekki er tekið fram í ferðalýsingu.

Samtals frá
530.900 kr.
Based on: , 1. jan. 2020


Herbergi 1Herbergi 2


Herbergi 3


Hafðu samband

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

560 2000