HCC Regente er 4 stjörnu hótel og er staðsett við Rambla de Catalunya. Hótelið er nýuppgert en áhersla var lögð á að halda í upprunaleg séreinkenni byggingarinnar. Í næsta nágrenni er Ramblan, Casa Battló í aðeins 10 mínútna göngufæri auk úrvals af góðum kaffihúsum, börum og veitingahúsum. Þakgarður er á hótelinu með glæsilegu útsýni, sundlaug, sólbekkjum, setuaðstöðu og útsýniskíki.
Herbergin eru öll loftkæld í Art-Nouveau innréttingum með gervihnattasjónvarpi, ísskáp og ókeypis þráðlausu interneti.
Girnilegt morgunverðahlaðborð er á veitingastað hótelsins.
Í 200 metra fjarlægð frá hótelinu er Passeig de Grácia neðanjarðarlestarstöðin.
 
Sérstakur gistiskattur er á öllum hótelgistingum í Katalóníu og þarf hver farþegi að greiða 1 evrur pr. mann pr. nótt, þó ekki meira en fyrir sjö nætur og greiðist þetta beint til hótelsins.
 

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Barcelona
Herbergi 1Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir