HCC St. Moritz er 4 stjörnu nýtískulegt hótel í 19 aldar byggingu þar sem tignarlegur upprunalegur stigi, við marmaralagða móttökuna tekur á móti gestum. Í næsta nágrenni við hótelið er Plaza de Catalunya, Ramblan og í aðeins 5 mín göngufjarlægð er Passeig de Grácia breiðgatan þar sem mikið úrval er af góðum kaffihúsum, börum og veitingastöðum. Lítil verönd er á hótelinu og setuaðstaða inni.
 
Herbergin á hótelinu eru með fallegum klassískum innréttingum. Þau eru öll loftkæld með gervihnattarflatskjá, ísskáp, sérbaðherbergi með hárþurrku, inniskóm og snyrtivörum. Gestir hótelsins hafa aðgang að ókeypis þráðlausu interneti.
 
Veitingastaður hótelsins heitir St. Gallen Restaurant og býður upp á fjölbreytt morgunverðahlaðborð daglega. Á kvöldin er boðið upp á fjölbreytt úrval af miðjarðarhafsréttum.
 
Sérstakur gistiskattur er á öllum hótelgistingum í Katalóníu og þarf hver farþegi að greiða 1 evrur pr. mann pr. nótt, þó ekki meira en fyrir sjö nætur og greiðist þetta beint til hótelsins.

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Barcelona
Herbergi 1Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir