Yfirlit

AÐEINS 2 SÆTI LAUS Í ÞESSA FRÁBÆRU FERÐ
 
Hvernig væri að fljúga á vit uppbyggjandi ævintýris með maka, systur, vinkonu, saumaklúbbnum eða einn síns liðs? Ævintýri sem styrkir líkama og sál! Þar sem hægt er að fræðast, æfa, slaka, hugleiða, hlæja mikið og eignast vini og minningar fyrir lífstíð
Það er yndislegt að fá tækifæri til að æfa í þægilegu loftslagi. Hvíla svo þess á milli og endurhlaða rafhlöðurnar á ströndinni eða á göngu/hjólatúrum um nágrennið.
Í ferðinni er æft tvisvar á dag og eru æfingarnar aldrei eins. Bæði er æft í nágrenni hótelsins og úti á strönd. Slökun og hugleiðsla er svo hluti af prógramminu einu sinni á dag og fæðið er hreint og ferskt. Ekki eru nein boð eða bönn og því í góðu lagi að fá sér hvítvín eða ís á ströndinni. En allir sem fóru í síðustu ferð komu heim í betra formi, frískari og ferskari en þegar þeir fóru af stað. Flestir hafa haldið áfram að æfa og hugsa vel um sig eftir að hafa komist í gírinn.
 
Dæmi um dagskrá:
 
 
8.00 - 9.00: sameiginlegur morgunmatur
9.30 - 10.30: æfing utandyra
10.00 - 17.00: frjáls tími
18.00 -1 9.00: æfing á ströndinni
20.00 - 21.00: sameiginlegur kvöldverður og samvera
 
 
Viið tökum hugleiðslu og góðar teygjur á hverjum degi.
Allar æfingar eru valfrjálsar. Það er misjafnt hvar fólk er statt í æfingaferlinu og því val hvort að maður tekur þátt í öllu eða ekki.
 
 
Flugferðin
 
Flogið er með WOW air til og frá Barcelona
 
Brottför frá Keflavík mánudaginn 17.september kl 15:40 -22:10
Bröttför frá Barcelona mánudaginn 24. september kl 23:00 -01:40
 
 
Verð
 
Ferðin kostar 159.800 kr. á mann miðað við tvo saman í herbergi. Innifalið er flug með WOW air, ein 20 kg innrituð taska á mann, gisting í Cambrils Park með fullu fæði í sjö nætur, rúta milli flugvallar og hótels og fararstjórn. Athugið að lágmarksþátttaka í ferðina er 14 manns og náist sá fjöldi ekki áskilur Gaman Ferðir sér rétt til að fella ferðina niður.
 
Aukagjald vegna einbýlis 35.000 kr
 
Kortalán / Netgíró
 
Kortalán Valitors gerir Gaman Ferðum kleift að bjóða korthöfum einfalda og örugga greiðsludreifingu við kaup á ferðum hjá okkur. Greiðsluskipting vegna ferðakaupa getur verið í 3 til 12 mánuði og eru vextir breytilegir. Hámarksheimildir miðast við úttektarheimild, skuldastöðu, aldur og viðskiptasögu korthafa. Hafðu samband í síma 560-2000 eða sendu póst á gaman@gaman.is ef þú hefur áhuga á því borga ferðina með kortaláni eða með Netgíró.
 
Umsögn þátttakanda í ferðinni í september 2017
 
Ég fór í hreyfiferð 17 september 2017. Þetta var eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert. Ég fékk svo mikið út úr þessari ferð bæði betri líðan og eignaðist frábæra vini, við leigðum okkur hjól og hjóluðum allt sem við fórum eins og t.d á ströndina þar sem beið okkar æðislegur þjálfari með yoga æfingar, hugleiðslu og fleira. Á morgnana tókum við æfingar og enduðum svo í blaki. Þegar ég kom heim var ég bæði búin missa nokkur kíló, komin með fulla dagskrá í ræktina (sem ég gat ekki áður fyrr) og fæðan hjá mér er mun breyttari. Ég mæli hiklaust með þessari ferð!! Ása, Blönduósi.
 
Þessi ferð er með þeim skemmtilegri sem ég hef farið, hópurinn blandaður, æfingarnar fjölbreyttar og sniðnar að þörfum hvers og eins.  
Ég fer pottþétt aftur að ári" Sigga Gróa, Akranesi
 
Núna í haust fór ég í yndislega hreyfiferð til Cambrils á Spáni. Ferðin var farin í góðum félagsskap og var öll aðstaðan til fyrirmyndar, þjálfarinn hún Ólöf var með fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar. Ég mæli með þessari ferð, hún var nærandi fyrir bæði sál og líkama.
 
Herdís Guðmundsdóttir
 
Umsögn þátttakanda í ferðinni í september 2016
 
Ferðin til Spánar var ótrúleg í alla staði. Gott jafnvægi var á milli líkamsræktar og slökunar. Mikil gleði og jákvæðni einkenndi ferðina og félagsskapurinn var frábær. Fararstjórarnir voru hreint út sagt frábærir og ég kom glöð, endurnærð og full af orku eftir viku dvöl. Mæli með þessari ferð við alla sem hafa tök á að fara. Ég get hreinlega ekki beðið eftir að slást aftur með í för.
 
Hrönn Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
 

 

Hvað er innifalið

  • Flug
  • Gisting
  • Íslenskur fararstjóri / þjálfari
  • Fullt fæði
  • Akstur til og frá flugvelli
  • 20 kg innritaður farangur
  • Skipulagðar æfingar
  • Aðgangur í líkamsrækt - hópnum er úthlutað ákveðinn tími
  • Aðgangur í SPA - hópnum er úthlutað ákveðinn tími

Cambrils Park

Cami del Mas Clariana S/N, Cambrils, 43850
Cambrils Park er algjör paradís fyrir íþróttafólk og þá sem vilja geta notið hreyfingar úti við í sólinni. Stór garður með fjórum sundlaugum og góðri sólbaðsaðstöðu er við hótelið ásamt lítilli strönd sem er í garði hótelsins. Íbúðirnar eru fallega innréttaðar í ljósum lit og búnar öllum helstu þægindum, verönd eða svalir eru á öllum í búðum. Íbúðirnar eru með sjónvarpi, ísskáp og loftkælingu.Góð þjónusta er á Cambrils Park, hjólaleiga er á staðnum og er tilvalið að fara í hjólaferð til Salou. Líkamsræktar aðstaða og SPA er á hótelinu, hópurinn fær úthlutað tíma í líkamsræktarsalnum og í SPA, hægt er að greiða aukalega fyrir aðgang utan þess tíma sem hópnum er úthlutað, auk þess er körfubolta og tennisvellur á Cambrils Park, einnig er hægt að fara í borðtennis og minigolf. Lítil matvöruverslun ásamt sérverslunum er á hótelinu, bar og hlaðborðs veitingastaður. Um 10 mínútur tekur að ganga í miðbæ Cambrils.
Frá 159.800 kr. á mann

Ferðin er líkamsræktarferð fyrir þá sem vilja koma sér vel af stað í líkamsræktinni eða þá sem vilja koma sér skrefi lengra og ýta sér út fyrir rammann. Þjálfari/fararstjóri ferðarinnar er þaulvanur eftir margra ára reynslu af þjálfun og hóptímakennslu. Ólöf Björnsdóttir kennir í Reebok og hefur kennt hóptíma og unnið við einkaþjálfun í 15 ár. Ólöf útskrifast sem íþróttafræðingur í maí 2018.

 

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir