Hilton Budapest City er Pest megin í borginni við hliðina á West End verslunarmiðstöðinni, stutt frá Hetjutorginu og eru helstu kennileit í göngufæri. 
Herbergin eru smekklega hönnuð í ljósum litum. Í herbergjunum er allt til alls fyrir hótelgesti og eru þægindi í fyrirrúmi.
Veitingastaður hótelsins er hlýlegur og býður upp á rétti frá Miðjarðarhafinu. Kando barinn er með frábært útsýni yfir borgina og er tilvalið að gæða sér á drykk og njóta útsýnisins. Zita Café  er nýtískulegt kaffihús á jarðhæð hótelsins, þar sem hægt er að fá sér létta rétti og jafnvel sitja úti á veröndinni og fylgjast með mannlífinu.
Á efstu hæð hótelsins er líkamsræktarstöð sem er opin allan sólarhringinn, hægt er að njóta útsýnis yfir borgina á meðan líkamsrækt er stunduð.
 
Eitt af betri hótelum borgarinnar.
 
 
 
 
 

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið


Budapest
Herbergi 1Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir