Hilton Euston er 4 stjörnu hótel í hjarta London. Herbergin eru glæsileg með æðislegu marmara baðherbergi. Auk þess er loftræsting, þráðlaust internet, og gervihnattasjónvarp.
Veitingastaðurinn Wobon Place er á hótelinu þar sem flottur kvöldverður er borinn fram. Einnig er veitingastaðurinn Mulberry´s þar sem léttir réttir eru í boði auk morgunverðarhlaðborðs. Við hótelið er einnig hótelbar og garður.
Í næsta nágrenni við hótelið:
• Madame Tussauds er aðeins í 2 km fjarlægð
• Sherlock Holmes safnið er aðeins í 2,3 km fjarlægð
• London Zoo er í garðinum Regents Park og er aðeins í 2,4 km fjarlægð
• Verslanirnar á Oxford Street eins og Apple, H&M, Zara og Burberry eru aðeins í 2 km fjarlægð
• Covent Garden er aðeins í 2 km fjarlægð frá hótelinu.
• Camden Market er aðeins í 2 km fjarlægð
• Regent´s Park er aðeins í 1,5 km fjarlægð
Næsta lestarstöð
Neðanjarðarlestarstöðvarnar sem eru næst Hilton Euston eru:
Euston og er aðeins í 3 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu.
Kings Cross St. Pancras og er aðeins í 12 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu.
Ferðast til og frá flugvelli
Best er að taka Gatwick Express lestina beint á Victoria og tekur sú lestarferð um 32 mínútur.
Á Victoria þarf að skipta um lest og taka bláa línu í átt að Walthamstow Central. Sú lestarferð tekur um 4 mínútur og aðeins 4 stopp. Stoppurstöðin er Euston.
Frá Euston er um 3 mínútna gangur að hótelinu.