Yfirlit

Hjólað um vötn Austurríkis

15. -23. september

Verð frá 228.900 kr. á mann í tvíbýli

Aukagjald fyrir einbýli 25.000 kr.

Hjólaferð í Austurríki umhverfis þau fjölmörgu vötn Salzkammerguts- og Salzburg héruð er átta daga ferð sem Gaman Ferðir bjóða upp á í september. Þessi hjólaferð hefst í Salzburg og endar í Bad Ischl. Hjólað verður í sex daga og eru vegalengdirnar frá 30 -50 km. Gist verður í fimm mismunandi austurrískum heillandi smábæjum. Í þessari ferð er hægt að leigja rafhjól eða venjulegt hjól og því er þessi ferð fær flestum. Þetta er ferð þar sem þú nýtur stórbotins útsýnis og náttúru Austurrríkis. Að ferðast um á reiðhjóli er skemmtilegur ferðamáti og upplifunin öðruvísi en þegar ferðast er í bifreið.

Ferðatilhögun

15. september

Flug frá Íslandi til München með Icelandair kl 07:20 -13:05. Við komuna í München bíður okkar rúta sem keyrir hópinn til Salzburg þar sem gist verður í eina nótt á Hotel Lehenerhof.

16. september – Salzburg – Eugendorf – Lake Wallersee- Seekirchen

Þennan fyrsta dag verður hjólað 33 km, 281 m hækkun og 181 m lækkun. Ferðin hefst í Salzburg á Salzkammergut hjólastígnum þar sem hjólað er framhjá Hallwang til Eugendorf. Þaðan leiðir stígurinn okkur austanmegin að vatninu „Lake Wallersee” og hjólum meðfram því og njótum útsýnisins og að hjóla í fallegri náttúrunni. Síðari hluti leiðarinner er framhjá Wallersee -Zell og endum í Seekirchen. Gist verður í Seekirchen í eina nótt á Hotel Gasthof zur Post.

17. september – Seekirchen – Lake Obertrumersee – Lake Mattsee - Seeham – Obertrum

Hjólaleið dagsins er 34 km, 236 m hækkun og 238 m lækkun. Hjólum gegnum Mozart hjólastíginn til Oberturm að vatninu „Lake Obertrumersee”. Höldum síðan áfram til Mattsee og í gegnum Obertrumer austan megin að vatninu ˶Lake Matsee”. Hjólum áfram á stíg sem leiðir okkur að næsta vatni „Lake Grabensee, förum framhjá Berndof í áttina til Seeham og þaðan til Obertrum. Gistum eina nótt í Obertrum á Hotel Neumayr.

18. september Obertrumb – Straßwalchen- Lake Irrsee – Lake Mondsee.

Hjólaleið dagsins er 41 km, 244 m hækkun og 233 m lækkun. Fyrsti partur hjólaleiðarinnar er framhjá þeim þremur vötnum sem hjólað var um frá deginum áður. Eftir það er hjólað til austurs til Strasswalchen og komum síðan til Oberhofen að vatninu „Lake Irrsee. Hjólum síðan til Mondsee. Næstu tvær nætur verður gist á Hotel Prielbauer í Mondsee.

 

19. september – Lake Iresee og Lake Mondsee

Hjólferð dagsins í dag er 48 km, 269 m hækkun og 263 m lækkun. Byrjum á því að hjóla í kringum vatnið „Lake Irrsee” og komum aftur til Mondsee. Þaðan höldum við áfram og í gegnum bæinn „St. Lorenz” og höldum svo til baka og komum aftur til Mondsee þar sem gist verður seinni nóttin.

20. september – Lake Mondsee – Lake Attersee- Bad Ischl

Hjólatúr dagsins er 41 km, 307 m hækkun og 356 m lækkun. Hefjum túrinn við stíginn sem endað var við í gær og hjólum til suðurs að vatninu “Lake Mondsee” höldum síðan áfram til Wissenbach við vatnið „Lake Atersee. Þaðan förum við inn dalinn „Weissenbahb og fylgjum Salzkammergut hjólastígnum til Bad Ischl. Gistum næstu þrjár nætur á Hotel Goldenes Schiff í Bad Ischl.

 

21. september – Bad Ischl – Wolfgangsee – Bad Ischl

Hjólaleið dagsins er 48 km, 321 m hækkun og 320 m lækkun. Byrjum daginn á því að hjóla frá Bad Ischl vestanmegin við ána Ischl og að Salzkammergut hjólastígnum R2 í átt að Strobl. Í Strobl hjólum við framhjá Blinkingmoos og áfram til Abersee við vatnið „Lake Wolfgangsee”.  Höldum síðan ferðinni áfram til næsta bæjar St. Gilgen. Frá St. Gilgen hjólum við upp til Brunnwinkl áfram til Fürberg við vatnið „Lake Woolfgangsee” þar sem við tökum ferju til Reid og endum í St. Woolfgang. Gistum í Bad Ischl á Hotel Goldenes Schiff.

 

22. september – Frjáls dagur

Frjáls dagur í Bad Ischl og engin formlega dagskrá.

 

23. september- Heimferð

Rúta sækir hópinn upp úr hádegi og keyrir upp á flugvöll. Flug frá München með Icelandair kl 13:05-14:00

 

Innifalið í verði

 • Flug með Icelandair til Mucnhen
 • Gisting í átta nætur með hálfu fæði
 • Sex hjóladagar með innlendum leiðsögumanni
 • Allur akstur
 • Flutningur á farangri milli gististaða
 • Íslensk fararstjórn
 • Ferðamannaskattur

 

Ekki innifalið

 • Hádegismatur
 • Flutningur á hjóli, það er  misjafnt er hvort fólk vill taka eigið hjól með eða leigja þegar út er komið.
 • Flutingur á hjóli kostar 14.720 kr.
 • Leiga á rafhjóli kostar 18.000 kr.
 • Leiga á reiðhjóli kostar 10.500 kr.

 

ATH lágmarksþátttaka er 12 manns og áskilur Gaman Ferðir sér rétt til þess að fella niður ferðina náist sú þátttaka ekki.

Skylda er að vera með hjálm, hægt er að leigja hjálma á 12 € fyrir allan tíma eða koma með sinn eigin hjálm.

Kortalán/Netgíró/PEI

Kortalán Valitors,Netgíró og PEI gerir Gaman Ferðum kleift að bjóða korthöfum einfalda og örugga greiðsludreifingu við kaup á ferðum hjá okkur. Greiðsluskipting vegna ferðakaupa getur verið í 3 til 12 mánuði og eru vextir breytilegir. Hámarksheimildir miðast við úttektarheimild, skuldastöðu, aldur og viðskiptasögu korthafa. Hafðu samband í síma 560-2000 eða sendu póst á gaman@gaman.is ef þú hefur áhuga á því borga ferðina með kortaláni, Netgiró eða með PEI.  

 

 

 


Frá 228.900 kr. á mann

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir