Yfirlit

Gaman Ferðir bjóða upp á níu daga hjólaferð á Costa Brava ströndinni á Spáni 25.apríl - 3.maí. Flogið verður í beinu flugi með WOW air til Barcelona og þaðan keyrt til Girona þar sem gist verður í fjórar nætur og síðan verður gist í fjórar í Santa Cristina D´Aro. Hjólað verður sex daga og eru hjólaleiðirnar frá 50-95 km  hvern dag. Á hverjum degi eftir morgunverð er fundur með leiðsögumanni þar sem farið er yfir hjólaleið dagsins. Síðan er haldið af stað í krefjandi og skemmtilegan hjólatúr. Á meðan hjólreiðum stendur er bíll sem fylgir hópnum allan tímann. Þegar hjólreiðum er lokið hvern dag er hægt að slaka á og hvíla sig í garði hótelsins og eða skoða sig um í borginni Girona.

Fararstjóri

 

 

Fararstjóri ferðarinnar er Jón Óli Ólafsson en hann er mikill hjólreiðamaður og ferðast aðeins um á hjóli. Hann er eigandi af versluninni Götuhjól og hefur hann meðal annars þrisvar sinnum tekið þátt í WOW Cylothon hjólreiðakeppninni, sólo flokki. Ásamt Jón Óla verða einnig erlendur leiðsögumaður sem heldur utan um hópinn.

Verð pr. mann 238.900 kr.

Aukagjald fyrir einbýli er 40.000 kr.

Innifalið í verði

 • Flug til Barcelona, 20 kg taska
 • Gisting í 4 nætur í Girona – Double Tree Hilton
 • Gisting í 4 nætur í St. Cristina D´Aro – Hotel Salles Mas Tapiolas
 • 8 x morgun og kvöldverður
 • Drykkir og létt snakk á meðan hjólreiðum stendur
 • Allur akstur til og frá flugvelli og milli hótela, flutningur á farangri.
 • Íslensk fararstjórn
 • Erlendur leiðsögumaður
 • Bíll sem fylgir hópnum þegar hjólað er.

ATH lágmarksþátttaka er 15 manns og áskilur Gaman Ferðir sér rétt til að fella niður ferðina náist sú þátttaka ekki.

 

Ekki innifalið

 • Flutningur á hjóli, vegna þess að misjafnt er hvort fólk vill taka eigið hjól með eða leigja þegar út er komið.
 • Flutingur á hjóli kostar 15.000 kr.
 • Leiga á hjóli kostar 23.500 kr.
 • Sérstakur gistiskattur er á öllum hótelgistingum í Katalóníu og þarf hver farþegi að greiða 2.50 € pr. mann pr. nótt, þó ekki meira en fyrir 7 nætur og greiðist þetta beint til hótelsins.

Hjólið sem hægt er að leigja úti er með þennan búnað

 • Frame Canyon Endurance CF
 • Fork Canyon One One Four SLX
 • Rear Derailleur Shimano Ultegra RD-8000, 11 s
 • Front Derailleur Shimano Ultegra FD-8000
 • Shifters Shimano Ultegra ST-8000, 11 s
 • Brakes Shimanoa Ultegra BR-8000
 • Cassette Shimano Ultegra CS-8000, 11 s 11-32
 • Wheelset DT Swiss P 1800
 • Chainrings 50/34
 • Saddle Selle Italia X3
 • Estimated Weight: 7,2 kg medium size

 

Ferðalýsing

Hjólaleiðir hvern dag fyrir sig má sjá undir myndum. 

25. apríl

Flogið er til Barcelona WW 622 KEF-BCN kl 07:00- 13:20.  Farþegar sóttir á flugvöll og keyrt verður til Girona. Gist verður næstu fjórar nætur á Double Tree Hilton. Sameiginlegur kvöldverður á hótelinu.

26. apríl

Hjólað frá Girona 55 km, hækkun um 415 metrar.

Morgun og kvöldverður á hóteli.

27. apríl

Hjólað frá Girona 95 km, hækkun 1230 metrar.

Morgun og kvöldverður á hóteli

28. apríl

Hjólað frá Girona 70 km, hækkun 870 metar

Morgun og kvöldverður á hóteli

29. apríl

Hjólað frá Girona til Santa Cristina D´Aro 45 km, 550 metra hækkun

Morgun og kvöldverður a hóteli

30. apríl

Hjólað frá Santa Cristina D´Aro 95 km, 1090 km hækkun

Morgun og kvöldverður á hóteli

1. maí

Hjólað frá Sant Cristina D´Aro 96 km, hækkun 745 m

Morgun og kvöldverður á hóteli

2. maí

Frjáls dagur

3. maí

Heimferðadagur. Farþegar sóttir á hótel snemma morgun og keyrt verður upp á flugvöll. Beint flug með WOW air til Keflavíkur. BCN-KEF WW623 kl 10:05-13:00.

 

Kortalán/Netgíró/PEI
Kortalán Valitors,Netgíró og PEI gerir Gaman Ferðum kleift að bjóða korthöfum einfalda og örugga greiðsludreifingu við kaup á ferðum hjá okkur. Greiðsluskipting vegna ferðakaupa getur verið í 3 til 12 mánuði og eru vextir breytilegir. Hámarksheimildir miðast við úttektarheimild, skuldastöðu, aldur og viðskiptasögu korthafa. Hafðu samband í síma 560-2000 eða sendu póst á gaman@gaman.is ef þú hefur áhuga á því borga ferðina með kortaláni, Netgiró eða með PEI.  

 

Farangursheimild og sætisbókanir

WOW air

Innifalið í verði er ein 20 kg taska.  Hver gestur má hafa með sér eina tösku í handfarangri, þó ekki stærri en 42x32x25 cm. Auk þess má hafa meðferðis fríhafnarpoka. Ekki er leyfilegt að hafa vökva í handfarangri. Hámarksþyngd handfarangurs er 10 kg. EF farþegar vilja bóka sæti fyrirfram þarf að greiða aukalega fyrir þau, samkvæmt verðskrá WOW air.

 

 

 

 


Double Tree Hilton/Salles Mas Tapiolas

Girona
Accommodation Introduction goes here
Frá 238.900 kr. á mann

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir