Gaman Ferðir með allt klárt   


Já, það er mikil spenna í loftinu. Ísland er komið á HM í Rússlandi.
 
Starfsmenn Gaman Ferða eru auðvitað byrjaðir að undirbúa ferðir til Rússlands. Fyrirkomulagið í Rússlandi verður eins og í Frakklandi á síðasta ári, það er að segja að leikirnir sex í öllum riðlum fara fram í sex borgum þannig að ferðalagið á milli borga verður oft á tíðum ansi langt. Það verður dregið í riðla 1. desember í Moskvu og þá verður ljóst hvaða lið verður í hvaða riðli og hvar viðkomandi landslið mun spila. 
 
Þar sem það verður ekki hægt að setja neinar ferðir í sölu fyrr en það er búið að draga í riðla í byrjun desember  er um að gera fyrir áhugasama að skrá sig á póstlista Gaman Ferða en um leið og eitthvað verður sett í sölu munu þeir aðilar fá póst frá Gaman Ferðum með öllum upplýsingum.