Yfirlit

Verð 
Ferðin kostar 159.900 kr. á mann miðað við tvo saman í herbergi. Innifalið er flug með WOW air, 20 kg taska báðar leiðir, gisting á hóteli með morgunverði í tvær nætur í Volgograd, rútur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn, ATH: Miðar á leikinn eru ekki innifaldir í verðinu. Þá má kaupa á vef FIFA - www.fifa.com. 
 
Leikur
Leikur Íslands og Nígeríu fer fram föstudaginn 22. júní klukkan 18:00. 
 
Kortalán/Netgíró/Pei
Kortalán Valitors gerir Gaman Ferðum kleift að bjóða korthöfum einfalda og örugga greiðsludreifingu við kaup á ferðum hjá okkur. Greiðsluskipting vegna ferðakaupa getur verið í 3 til 12 mánuði og eru vextir breytilegir. Hámarksheimildir miðast við úttektarheimild, skuldastöðu, aldur og viðskiptasögu korthafa. Hafðu samband í síma 560-2000 eða sendu póst á gaman@gaman.is ef þú hefur áhuga á því borga ferðina með kortaláni, Pei eða Netgíró.
 
Flugferðin
Lagt er af stað frá Íslandi með WOW air til Volgograd fimmtudaginn 21. júní 2018 klukkan 12:30. Áætluð lending í Volgograd er klukkan 21:25*.  Flogið er heim á leið laugardaginn 23. júní 2018 klukkan 10:00*. *Flugtímar gætu breyst.
 
Hótel 
Gist verður á 3* hóteli í Volgograd. Hótelið heitir Hotel Sport Volgograd og er 5 km frá Volgograd Arena.
 
Einstaklingsherbergi
Það þarf að hafa samband við okkur í síma 560-2000 til að bóka einstaklingsherbergi.
 
Völlur / Miðar
Leikurinn fer fram á Volgograd Arena í Volgograd. Völlurinn tekur 45.568 manns í sæti. 
 
Instagram/Twitter
Það er um að gera að ef þú ert að setja inn myndir úr ferðinni á Instagram/Twitter að merkja myndirnar #gamanferdir.
 
Farangursheimild
Farangursheimild fyrir ferðatösku (20 kg) utan handfarangurs er innifalin í fargjaldinu. Hver gestur má hafa með sér eina tösku í handfarangri, stærð: 42 x 32 x 25 cm. með handföngum og hjólum, hámark 10 kg. Auk þess má hafa meðferðis fríhafnarpoka. Ekki er leyfilegt að hafa vökva í handfarangri.

Hvað er innifalið

Innifalið er eftirfarandi:

  • Beint flug með WOW air ásamt 20kg tösku.
  • Tvær nætur á hóteli með morgunverði
  • Rúta til og frá flugvelli
  • Íslensk fararstjórn
  • ATH: Miðar á leikinn eru ekki innifaldir í verðinu. Þá má kaupa á vef FIFA - www.fifa.com.

Gist verður á 3* hóteli í Volgograd. Hótelið heitir Hotel Sport Volgograd og er 5 km frá Volgograd Arena.
Frá 159.900 kr. á mann

" Við erum á leiðinni til Rússlands. Kemur þú með? Við erum að tala um Ísland - Nígería á HM 2018. Þetta verður svo GAMAN! "

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir