Yfirlit

Verð 
Ferðin kostar 299.900 kr. á mann miðað við tvo saman í herbergi. Innifalið er flug með WOW air, 20 kg taska báðar leiðir, gisting á hóteli með morgunverði í tvær nætur í Volgograd sem og Rostov, rútur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn, Athugið að ekki er gisting allan tímann. Ekki er gisting 23. og 24. júní og fólk þarf að koma sér sjálft frá Volgograd til Rostov.
 
ATH: Miðar á leikinn eru ekki innifaldir í verðinu. Þá má kaupa á vef FIFA - www.fifa.com. 
 
Leikir
Leikur Íslands og Nígeríu fer fram föstudaginn 22. júní klukkan 18:00. 
Leikur Íslands og Króatíu fer fram þriðjudaginn 26. júní klukkan 21:00.
 
Kortalán/Netgíró/Pei
Kortalán Valitors gerir Gaman Ferðum kleift að bjóða korthöfum einfalda og örugga greiðsludreifingu við kaup á ferðum hjá okkur. Greiðsluskipting vegna ferðakaupa getur verið í 3 til 12 mánuði og eru vextir breytilegir. Hámarksheimildir miðast við úttektarheimild, skuldastöðu, aldur og viðskiptasögu korthafa. Hafðu samband í síma 560-2000 eða sendu póst á gaman@gaman.is ef þú hefur áhuga á því borga ferðina með kortaláni, Pei eða Netgíró.
 
Flugferðin
Lagt er af stað frá Íslandi með WOW air til Volgograd fimmtudaginn 21. júní 2018 klukkan 12:30. Áætluð lending í Volgograd er klukkan 21:25*.  Flogið er heim á leið miðvikudaginn 27. júní 2018 klukkan 10:00*. *Flugtímar gætu breyst.
 
Hótel 
Gist verður á 3* hóteli í Volgograd. Hótelið heitir Hotel Sport Volgograd og er 5 km frá Volgograd Arena.
ATH...  Lítið er til af hótelherbergjum í Volgograd. Við fengum nokkur auka herbergi sem eru í sölu með þessum pökkum núna en þau gæti verið herbergi þar sem eru tvær kojur. Einn myndi þá gista í hverri koju.
Gist verður á 3* hóteli í Rostov-on-Don en það heitir Marins Park Hotel og er miðsvæðis í Rostov-on-Don.
Athugið að ekki er innifalið hótel í þessum pakka 23. og 24. júní. Jafnframt þarf fólk að koma sér sjálft frá Volgograd til Rostov.
 
Einstaklingsherbergi
Það þarf að hafa samband við okkur í síma 560-2000 til að bóka einstaklingsherbergi.
 
Völlur / Miðar
Leikurinn við Nígeríu fer fram á Volgograd Arena í Volgograd. Völlurinn tekur 45.568 manns í sæti. 
Leikurinn við Krótaíu fer fram á Rostov Arena í Rostov-on-Don. Völlurinn tekur 45.000 manns í sæti.
 
Instagram/Twitter
Það er um að gera að ef þú ert að setja inn myndir úr ferðinni á Instagram/Twitter að merkja myndirnar #gamanferdir.
 
Farangursheimild
Farangursheimild fyrir ferðatösku (20 kg) utan handfarangurs er innifalin í fargjaldinu. Hver gestur má hafa með sér eina tösku í handfarangri, stærð: 42 x 32 x 25 cm. með handföngum og hjólum, hámark 10 kg. Auk þess má hafa meðferðis fríhafnarpoka. Ekki er leyfilegt að hafa vökva í handfarangri.

Hvað er innifalið

Innifalið er eftirfarandi:

  • Beint flug með WOW air til Volgograd þann 21. júní og heim frá Rostov þann 27. júní, ásamt 20kg tösku.
  • Tvær nætur á hóteli með morgunverði í Volgograd og tvær nætur á hóteli með morgunverði í Rostov
  • Rúta til og frá flugvelli
  • ATH: Miðar á leikinn eru ekki innifaldir í verðinu. Þá má kaupa á vef FIFA - www.fifa.com.

Frá 299.900 kr. á mann

" Við erum á leiðinni til Rússlands. Kemur þú með? Við erum að tala um Ísland - Nígería á HM 2018. Þetta verður svo GAMAN! "

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir