Port Alicante  er 4 **** hótel og er staðsett í 400 metra fjarlægð frá San Juan-ströndinni. Í næsta nágrenni eru verslanir, veitingastaðir og barir. Miðbærinn er í 10 mínútna akstursfjarlægð frá hótelinu. Í garði hótelsins er sundlaug, barnalaug, heitur pottur, sólbekkir og sundlaugabar sem er opinn á sumrin. Líkamsræktaraðstaða, tennisvöllur og gufubað er einnig á hótelinu. Einnig er leiksvæði er fyrir börnin.
 
Herbergin eru loftkæld með sérbaðherbergi, gervihnattarsjónvarpi, hárblásara og öryggishólfi. Ókeypis wi-fi internet er á almenningsvæðum á hótelinu. Gestir hótelsins hafa aðgang að fríu bílastæði við hótelið.
 
 
Veitingastaðurinn á Port Alicante heitir Restaurante Tamayo og býður upp á à la carte-Miðjarðarhafsmatargerð en hann sérhæfir sig í paella og öðrum hrísgrjónaréttum. Þar er einnig snarlbar.
 
Hótelið er staðsett í 400 metra fjarlægð frá strætisvagna- og sporvagnastoppi. Alicante-golfvöllurinn er í 600 metra fjarlægð frá hótelinu og Terra Mítica-skemmtigarðurinn er í 45 mínútna akstursfjarlægð.

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

AlicanteHerbergi 1Herbergi 2

Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir