Við elskum hópa!

Gaman Ferðir elska allar gerðir af hópum hvort sem þeir eru stórir eða smáir og bjóðum við alla hópa velkomna til okkar. Við höfum mikla reynslu af skipulagningu hópferða og höfum við séð um skipulagningu fyrir litla hópa upp í nokkur hundruð manna fyrirtæki. Vinsælustu borgirnar hafa verið Berlín, Brighton, London, Barcelona, Dublin, París og Cork. Einnig höfum við verið með leiguflug til borga eins og Prag, Riga, Lissabon og Maribor. Í öllum þessum borgum höfum við sterk sambönd og getum séð um skipulagningu frá a- ö. Meðal þess sem við höfum séð um er skipulagning á flugi, hótelum, hátíðarmat, tónlist, veislustjórn, fararstjórn, ljósmyndun ásamt fjölbreyttu úrvali skoðunarferða. Komdu með hópinn þinn til Gaman Ferða og við setjum saman ógleymanlega ferð fyrir hópinn þinn.
Sendu okkur póst á hopar@gaman.is
 
 
Við fórum til Berlínar á ykkar vegum 2.-5. Mars s.l. – Þessi ferð var í alla staði frábær. Allt sem þið höfðuð skipulagt fyrir okkur stóðst upp á punkt og prik, rútan, fararstjórn (um borgina), flugið, matsölustaðurinn. Allir 18 farþegarnir eru mjög sælir og sáttir eftir ferðina.
 
Við viljum sérstaklega fá að þakka fyrir skoðunarferðina um borgina – það töluðu allir um hversu vel heppnuð sú ferð var, Leiðsögumaðurinn stóð sig með sóma og gerði ferðina enn betri því á sunnudeginum þegar fólk fór um borgina á eigin vegum þá vissum við svo miklu meira.
 
Bara.... takk fyrir okkur!!!
 
Starfsfólk ÓK Gámaþjónustu á Króknum.