• Sérferðir
  • Borgarferðir
  • Fótbolti
  • Tónleikar
  • Skíði
  • Siglingar
  • Hreyfiferðir

Við elskum hópa!

Starfsfólk Gaman Ferða hefur gríðarmikla reynslu af skipulagningu hópferða af öllum stærðum og gerðum, allt frá árshátíðarferðum, kórferðum, kvennfélagsferðum til saumaklúbbsferða! 
 
Undanfarið hafa vinsælustu borgirnar verið Berlín, Varsjá, Brighton, London, Barcelona, Sitges, Dublin, Frakfurt og París. En við getum einnig sett upp bein leiguflug til borga eins og Marrakesh, Lissabon, Riga, Bilbao og í raun hvert sem er. Í öllum þessum borgum höfum við sterk sambönd og getum séð um skipulagningu frá A - Ö. Við getum því boðið meira en bara flug og hótel og haft umsjón með skipulagningu á hátíðarmat, tónlist, veislustjórn, ljósmyndun, fararstjórn og skipulagt skoðunarferðir og ýmis ævintýri. Allt eftir því hvað hentar hverjum hóp fyrir sig! 
 
Heyrðu endilega í okkur og við setjum saman ógleymanlega ferð fyrir hópinn þinn, sendu okkur endilega póst á hopar@gaman.is
 
 
“Við hjá Öryggismiðstöðinni fórum í tvær árshátíðarferðir erlendis og fengum snillingana hjá Gaman Ferðum til að sjá um utanumhald fyrir  okkur. Fyrri ferðin var til Brighton í apríl 2017  og seinni til Sitges í maí 2018. 
Samskipti við hótelin og WOW air var algjörlega í þeirra höndum og við þurftum ekki að hafa áhyggjur af neinu.
Ef við þurftum einhverja aðstoð með hvað sem er þá var því bara reddað í hvelli.”     Elías Ingi  - 140 manna hópar frá Öryggismiðstöðinni
 
---------- 
 
"Við fórum til Berlínar á ykkar vegum 2.-5. mars s.l. – Þessi ferð var í alla staði frábær. Allt sem þið höfðuð skipulagt fyrir okkur stóðst upp á punkt og prik, rútan, fararstjórn (um borgina), flugið, matsölustaðurinn. Allir 18 farþegarnir eru mjög sælir og sáttir eftir ferðina.
Við viljum sérstaklega fá að þakka fyrir skoðunarferðina um borgina – það töluðu allir um hversu vel heppnuð sú ferð var, Leiðsögumaðurinn stóð sig með sóma og gerði ferðina enn betri því á sunnudeginum þegar fólk fór um borgina á eigin vegum þá vissum við svo miklu meira.
Bara.... takk fyrir okkur!!! - Starfsfólk ÓK Gámaþjónustu á Króknum.

 

Núverandi leit:

Lengd ferðar (nætur)

0
50

Verðbil

0 kr.
999.999 kr.

Röðun

View