Hotel & Spa Beverly Park er mjög gott 4**** hótel staðsett við ströndina í Blanes á Costa Brava svæðinu. 
Þetta hótel er einstaklega fjölskylduvænt og fjölbreytt afþreying í boði fyrir alla í fjölskyldunni. Í garði hótelsins er stór sundlaug, barnalaug, sólbaðsaðstaða, snakkbar og setuaðstaða. Leiktæki eru fyrir börnin og tennisvöllur.
 
Glæsileg heilsulind er á hótelinu og líkamsræktaraðstaða. Hlaðborðsveitingastaður hótelsins framreiðir matargerð frá Spáni og fjarlægari stöðum. Skemmtidagskrá er yfir daginn og á kvöldin.
 
Í boði eru tvíbýli eða fjölskylduherbergi sem taka allt að fjóra fullorðna. 
Herbergin eru nútímalega innréttuð útbúin helstu þægindum. Þráðlaust net er gestum að kostnaðarlausu. Hægt er að greiða aukalega fyrir hálft fæði eða fullt fæði. 
 
Sérstakur gistiskattur er á öllum hótelgistingum í Katalóníu og þarf hver farþegi að greiða 1 evrur pr. mann pr. nótt, þó ekki meira en fyrir sjö nætur og greiðist þetta beint til hótelsins.

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Blanes
Herbergi 1


Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir