Hotel Der Waldhof ef einstaklega gott 4**** hótel staðsett um 500 metrum frá miðbæ Zell am See þar sem er að finna veitingastaði, verslanir og apré ski bari. Búið er að endurnýja gestamóttöku, veitingastað og heilsulind hótelsins. Skíðarútan stoppar 50 metrum frá hótelinu sem kemur gestum að skíðalyftum. Hægt er að skíða heim að hóteli.
 
Hotel Der Waldhof er með 79 herbergi sem taka 2- 5 í herbergi. Veitingastaður, bar, vínkjallari, leikherbergi fyrir börnin og skíðageymsla er á hótelinu. Heilsulindin er góð með sauna, nuddpottum og hvíldaraðstöðu, ekki er greitt fyrir aðgang að heilsulindinni en hægt er að panta nudd gegn gjaldi.
 
Boðið er upp á apré ski seinnipart dags eftir góðan dag í fjallinu, súpu, kalda rétti og kökur. Kvöldverðurinn er ýmist hlaðborð eða hefðbundinn 4 rétta kvöldverður. Þráðlaust net er á hótelinu gestum að kostnaðarlausu.
 
ATH: Greiða þarf gistiskatt sem ekki er hluti af verði okkar og er innheimtur við innritun af hótelinu. Hann er reiknaður á mann fyrir hverja nótt um 1,05 euro fyrir 15 ára og eldri.
 

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Zell am See
Herbergi 1Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir