Hótel Gala er mjög gott 4**** hótel staðsett á Amerísku ströndinni. Um  5 mín göngufjarlægð er að ströndinni , í göngufæri frá hótelinu eru verslanir, veitingastaðir ásamt skemmtistöðum.
 
Hótelið býður uppá tveggja manna herbergi, tveggja manna herbergi Club Alexander og fjölskyldu herbergi. Club Alexander herbergi eru með sjávarsýn. Herbergin eru smekklega innréttuð með sjónvarpi, svölum, loftkælingu og öllum helstu þægindum.
 
Sameiginleg aðstaða á hótelinu er mjög góð og eru 2 sundlaugar og barnalaug í garði hótelsins. Önnur sundlaugin og barnalaugin eru upphitaðar og eru leiktæki í barnalauginni fyrir þau yngstu. Leikherbergi með billjardborði og annarri afþreyingu er á hótelinu. Greiða þarf fyrir dýnur og handklæði á bekkina í garði hótelsins. Fjölbreytt skemmtidagskrá er fyrir börn og fullorðna. Á daginn er boðið uppá íþróttadagskrá svo sem vatna polo, líkamsrækt í lauginni og ofl. Á  kvöldin er lifandi tónlist ásamt skemmtidagskrá fyrir börn og fullorðna. Heilsulind og líkamsræktar aðstaða er á hótelinu.
 
Gestir hótelsins geta valið um hálft fæði eða fullt fæði. Veitingastaður hótelsins er hlaðborðsveitingastaður og er hægt að sitja bæði inni og úti. Á hótelinu er kokteil og píanóbar þar sem skemmtidagskráin er á kvöldin.
 
Barnaklúbbur er starfræktur fyrir börnin og er leiksvæði í garði hótelsins. 
 

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Tenerife
Herbergi 1


Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir