Hotel Schloss Lebenberg er glæsilegt 5***** hótel staðsett fyrir ofan Kitzbühel með stórkostlegu útsýni yfir Alpanna. Skíðarúta gengur frá hótelinu á 30 mínútna fresti inn í bæinn og að skíðasvæðinu.
 
Hótelið er með 150 herbergi sem eru öll einstaklega fallega útbúin með helstu þægindum sem tilheyrir 5 stjörnu hótelum. Heilsulindin hótelsins er glæsileg með sauna, hvíldaraðstöðu og innisundlaug sem er með einstöku útsýni yfir Kitzbühel. Utandyra er finnskt gufubað.
 
Sannkallaður sælkera morgunverður er í boði, á kvöldin er boðið upp á glæsilega fjögra rétta máltíð og salathlaðborð. Leikherbergi er fyrir börnin og á kvöldin er lifandi tónlist á barnum. Á hótelinu er bæði skíðaleiga og hægt að bóka sig í skíðaskóla.
 
Schloss Lebenberg er sannkallað lúxus hótel sem henta vel fyrir þá sem kjósa bara það besta.
 
ATH :Greiða þarf gistiskatt sem ekki er hluti af verði okkar og er innheimtur við innritun af hótelinu. Greitt er fyrir 16 ára og eldri um 1,80 € á mann pr. nótt.

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Kitzbuhel
Herbergi 1Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir