Upplifðu lúxus sumarfrí á fimm stjörnu hótelinu Iberostar Sábila sem er eingöngu fyrir fullorðna. Hótelið er einkar glæsilegt og var allt endurnýjað árið 2017 og það því eins og glænýtt. Herbergin eru björt og fallega innréttuð í ljósum stíl. Hægt er að velja um herbergi með fjallasýn, hliðarsjávarsýn og sjávarsýn, einnig eru svokölluð Wellness og Prestige herbergi í boði en þeim fylgir ýmis auka þjónusta. Öll aðstaða á hótelinu er til fyrirmyndar, gestamóttakan er björt og vegleg en skemmtilega nýjung má finna á Iberostar Sabíla þar sem innritun fer fram í þægilegum sófum í gestamóttökunni því þurfa gestir hótelsins ekki að bíða í röð við innritunarborð, sannkölluð 5 stjörnu þjónusta. Hægt er að ganga út úr sundlaugargarði hótelsins beint á göngugötuna sem liggur meðfram sjónum. Veitingastaðir, barir og kaffihús eru á hótelinu. Frábær kostur sem svíkur engan.

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Tenerife
Herbergi 1Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir