Yfirlit

Indland – Hin klassíska leið 11.-24. febrúar

12 nætur – 13 dagar

Fararstjóri: Árni Hermannsson

Verð pr. mann í tvíbýli er 389.000 kr.

Aukagjald fyrir einbýli er 86.000 kr.

 

Gaman Ferðir bjóða uppá glæsilega 13 daga ævintýraferð um Indland. Að ferðast til Indlands er hrein upplifun. Indland byggir kurteist fólk sem allt vill gera fyrir ferðamenn. Að ferðast um landið er eins og að horfa á litríka kvikmynd. Mannlífið er fjölbreytilegt, minnismerki glæstrar menningar stórkostleg og maturinn ljúffengur. Indland lætur engan ósnortinn. Fararstjóri ferðarinnar er Árni Hermannsson en hann er mörgum kunnur vegna ferða sinna á fjarlægum slóðum til Kína, Indónesíu, Suður Ameríku, Víetnam og fl. Árni hefur starfað sem latínu og sögukennar i við Verslunarskóla Íslands til fjölda ára.

Ferðaáætlun

Dagur 1-2 – 11.-12 febrúar – Komið til Nýju Delhi


Flogið verður í beinu flugi með WOW air frá Keflavík til Dehli. Lent er í Delhi að morgni 12. febrúar kl 03:15. Innlendir aðilar taka á móti hópnum að lokinni vegabréfs- og tollskoðun.  Sérstök blóma-móttaka bíður svo farþega á flugvellinum. Að því loknu eru farþegar keyrðir uppá hótel The Suraya en þar verður dvalið næstu þrjár nætur. Eftir innritun er hægt  að fá sér morgunverð og svo hvíla sig til kl 14:00. Seinnipart þessa dags verður farið í stutta skoðunarferð um Nýju Delhi.

Nýja Delhi hefur stækkað verulega á síðustu árum og ekki síst því að þakka að verksmiðjuiðja hefur aukist og þá á sviði tækni. Delhi hefur náð forskoti á Mumbai (Bombay) og Kolkata sem leiðandi á sviði lista og í borginni eru ca 25 listasöfn. Fjölbreytileiki borgarlífsins birtist í vaxandi leikhúsmenningu og ekki þarf að taka fram að Indland er í öðru sæti yfir kvikmyndaframleiðslu í heiminum.

Sameiginlegur kvöldverður.

 

Dagur 3 – 13. febrúar – í Delhi


Eftir morgunmat er haldið í skoðunarferð um Gömlu Delhi.

Delhi er höfuðborg Indlands. Delhi hefur orðið til úr einum sjö borgum frá 11. öld fram á 20. öld.  Hér hafa margir ráðið ríkjum og risið hafa byggingar og minnismerki þeirra sem hér hafa verið. Fáar borgir státa af eins miklum fjölbreytileika í arkitektúr.

Gamla Delhi var til forna umlukin múrum.  Múgala-keisarinn Shah Jehan flutti höfuðstöðvar ríkisins frá Agra til Delhi á 17. öld. Shah var gæddur miklum hæfileikum sem birtast í byggingum sem hann lét reisa.  Hann er talinn stofnandi sjöundu borgarinnar og lét þar reisa hið þekkta ,,Rauða virki”.  Aðal aðkoma að virkinu er ,,Lahore hliðið” en frá því liggur Chandi Chowk, ein helsta breiðgata borgarinnar. Við heimsækjum líka ,,Jama Masjid”, stærstu mosku borgarinnar og þar á eftir helsta markað borgarinnar en þar kennir ýmissa grasa. Þá liggur leiðin að minningargarðinum um Gandi, ,,Raj”Gha en þar stendur svo fallegasta moska borgarinnar, Zinat-ul Masjid.

Snæddur verður sameiginlegur hádegisverður á veitingastað. Eftir hádegisverð verður tekinn síðdegistúr um Nýju Delhi. Nýja Delhi er að mörgu leyti verk Breta sem stjórnuðu Indlandi lengi. Við heimsækjum merkar byggingar og minnismerki frá ýmsum tímum svo sem ,,Qutub Minar”, ,,Humayun's tomb” ,,Indlandshliðið”, forsetahöllina, þinghúsið og fl.. Parliament House (This is symbol of Indian democracy).

Sameiginlegur kvöldverður.

Dagur 4 – 14. Febrúar – Ekið frá Delhi til Jaipur


Við ökum til Jaipur eftir morgunverð.  Aksturinn tekur ca. 5 tíma en leiðin liggur í gegnum þorp og bæi og þarf mönnum ekki að leiðast. Indverskt mannlíf birtist hér í sinni réttu mynd, allt tifar af lífi og búast má við því að mæta kúm og hjörðum á veginum og jafnvel hestvögnum sem aka á móti umferðinni!  Jaipur er þekkt sem ,,Bleika borgin” og er höfuðborg héraðsins Rajasthan.  

Hvarvetna má sjá glæsibyggingar Raiput soldánana en þar fyrir utan er þetta mikil verslunarborg þar sem á boðstólum er vefnaður, skartgripir, teppi ofl.  Næstu þrjá nætur verður dvalið á hótel Holiday Inn City Center. Eftir innritun á hótel verður snæddur  sameiginlegur hádegisverður

Frjáls tími síðdegis.

Sameiginlegur kvöldverður.

 

Dagur 5 – 15. febrúar – Jaipur


Eftir morgunverð heimsækjum við ,,Amber virkið” en hluta leiðarinnar þangað förum við á fílsbaki. Að heimsækja virkið er stórkostlegt og virkið ber vitni Rajput veldisins.

Eftir hádegisverð heimsækjum við svo ,,Hallarsafnið” sem hefur að geyma ýmsa glæsilega muni og þar á eftir heimsækjum við hina fornu, merkilegu stjörnuskoðunarstöð. Þá endum við túrinn í ,,Höll vindanna” (The Hawa Mahal) sem liggur skammt frá Hallarsafninu og þar er sjón sögu ríkari. Sameiginlegur kvöldverður.

 

Dagur 6 -16. febrúar – Jaipur


Í dag verða skoðunarferðir í boði sem eru valkvæðar en þessar ferðir verða kynntar á sameiginlegum kynnigarfundi sem haldinn verður áður en ferðin er farin. Sameiginlegur hádegis og kvöldverður.

Dagur 7 -17. febrúar – Frá Jaipur til Agra


Eftir morgunmat er ekið til Bharatpur um 4 tíma akstur. Næstu þrjár nætur verður dvalið á hótel Radisson Blu. Eftir innritun er snæddur hádegisverður og síðan verður farið í skoðunarferð um Fatehpur Sikri. Fatehpur Sikri – var byggð á 16. öld.  Arkitekúr þessarar sérstöku, yfirgefnu borgar, er afar fagur.  Borgin var yfirgefin en um það verður fjallað í ferðinni. Agra var lengi höfuðborg Múgala veldisins.  Gullöld borgarinnar var á sautjándu öld en þá reisti Shah Jehan hið fræga ,,Taj Mahal.

Sameiginlegur kvöldverður.

Dagur 8 – 18. febrúar – Agra


Eftir morgunverð á hóteli tekur við hálfsdags skoðunarferð. Þá sjáum við frægasta minnismerkið um ástina, ,,Taj Mahal” Sjón er hér sögu ríkari en bygging býr yfir einhverjum dulkrafti sem er erfitt að lýsa. Taj Mahal lætur engan ósnortinn. Þá heimsækjum við Agra virkið.  Virkið er á heimsminjask´ra UNESCO.

Borðaður verður sameiginlegur hádegisverður og síðan er frjáls tími eftir það.

Sameiginlegur kvöldverður.

Dagur 9 – 19. febrúar – Agra


Þennan dag verður farið í safaríferð og siglt upp eftir nálægu fljóti rétt við Agra. Þar eru heimkynni hinna frægu indversku Ghariyal krókódíla.

Sameiginlegur hádegis og kvöldverður.

Dagur 10 – 20. febrúar – Frá Agra til Delhi og frá Delhi til Varanasi (flug)


Eftir morgunverð er ekið til Delhi og þaðan uppá flugvöll þar sem flogið verður til Varanasi.

 

Flugupplýsingar:

Brottför: Delhi                         Kl.  14.35                    

Koma: Varanasi                      Kl.  16.05

 

Við komu til Varansi taka leiðsögumenn á móti hópnum og keyrt verður á hótel Radison þar sem dvalið verður næstu þrjár nætur.

Varanasi hin helga borg Indverjanna er einnig þekkt undir nafninu Benares.  Borgin er einkum þekkt fyrir að vera ,,útfararborg” hindúa en þangað koma margir þeirra til að deyja.  Í kenningu hindúismans er því haldið fram að þeir sem deyja í Varanasi og eru brenndir þar, frelsist frá sköpun og endurfæðingu.

Sameignilegur kvöldverður.

 

Dagur 11 -21. febrúar – Varanasi


Snemma morguns förum við á bát út á Ganges og horfum á útfararsiðina við fljótið.  Eftir siglinguna förum við aftur á hótelið fyrir morgunmat. Eftir morgunmat heimsækjum við ,,Sarnath” sem liggur rétt við borgina. Staðurinn er helgur í augum búddista en hér opinberaði Búdda kenningar sínar og stofnaði fyrsta klaustrið. Safnið í Sarnath geymir ýmsa merka gripi.  Eftir það förum við í skoðunarferð um borgina sjálfa og snúum aftur til hótelsins og frjáls tími eftir hádegi.

Sameiginlegur kvöldverður.

 

Dagur 12 – 22. febrúar – Varanasi


Jógakennsla að morgni. Öllum er boðið að taka þátt í jógaæfingum um morguninn á hótelinu. Jógameistari sér um kennsluna. Eftir jógatímann er frjáls tími fram að kvöldi. Um kvöldið förum við niður að Ganges og tökum þátt í skrautlegri trúarhátíð.  Allur árbakkinn er hlaðinn ljósum og íbúarnir taka þátt í hátíðinni af innileik.  Tónlist og stórkostlegt sjónarspil.

Sameiginlegur kvöldverður.

 

Dagur 13 – 23. febrúar – Varanasi – Delhi (flug)


Frjáls tími eftir morgunverð eða fram að hádegi. Þá verðu keyrt uppá flugvöll og flogið aftur til Delhi.

 

Flugupplýsingar

Brottför: Varanasi       kl 15:45

Koma: Delhi                Kl 17:35

 

Þegar komið er til Delhi eru farþegar keyrðir á hótel Holiday Inn Aero City þar sem gist verður í eina nótt.

Sameiginlegur kvöldverður.

 

Dagur 14 – 24. febrúar – Delhi – Ísland


Brottför frá hóteli um morguninn kl 03:00. Beint flug til Ísland með WOW air kl 07:00-13:20.

Innifalið í verði

 • Flug til og frá Íslandi til Delhi
 • Flug innanlands til og frá Dehli til Varanasi
 • Gisting í 13 nætur
 • 13 x morgunverður
 • 9 x hádegisverður
 • 10 kvöldverðir á góðum viðurkenndum veitingastöðum
 • Allur akstur
 • Aðgangur að minnismerkjum og söfnum
 • Íslensk fararstjórn og erlend fararstjórn með staðarleiðsögumönnum

 

Ekki innifalið í verði

 • Þjórfé
 • Drykkir með með hádegis og kvöldverði
 • Annað sem ekki er tekið fram í ferðalýsingu.

 

ATH að lágmarksþátttaka í þessa ferð er 20 manns og áskilur Gaman Ferðir sér rétt til að fella ferðina niður náist þátttaka ekki.

 

 


Indland

Accommodation Introduction goes here
Frá 389.900 kr. á mann

Undur Indlands 

Að ferðast um Indland er hrein upplifun.  Indland byggir kurteist fólk sem allt vill gera fyrir ferðamenn.  Að ferðast um landið er eins og að horfa á litríka kvikmynd. Mannlífið er fjölbreytilegt, minnismerki glæstrar menningar stórkostleg og maturinn ljúffengur. Indland lætur engan ósnortinn.

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir