Yfirlit

Verð 
Ferðin kostar 119.900 kr. á mann miðað við tvo saman í herbergi. Innifalið er flug með WOW air, gisting á hóteli í tvær nætur í London og miði á tónleikana. Þetta eru VIP-miðar í sæti (block 102). Þessum miðum fylgir aðgangur að American Express Lounge í O2 Arena. Miðar á tónleikana eru afhentir á hótelinu í London. Farangursheimild fyrir ferðatösku (20 kg) er innifalin í fargjaldinu.
 
Kortalán / Netgíró / Pei
Kortalán Valitors gerir Gaman Ferðum kleift að bjóða korthöfum einfalda og örugga greiðsludreifingu við kaup á ferðum hjá okkur. Greiðsluskipting vegna ferðakaupa getur verið í 3 til 12 mánuði og eru vextir breytilegir. Hámarksheimildir miðast við úttektarheimild, skuldastöðu, aldur og viðskiptasögu korthafa. Hafðu samband í síma 560-2000 eða sendu póst á gaman@gaman.is ef þú hefur áhuga á því borga ferðina með kortaláni, Pei eða með Netgíró.
  
Flugferðin 
Lagt er af stað frá Íslandi með WOW air til London Gatwick föstudaginn 10. ágúst klukkan 6:15. Flogið er heim á leið sunnudaginn 12. ágúst klukkan 20:40. Gott að vera mættur út á flugvöll um það bil tveimur tímum fyrir brottför. 
 
Hótel 
Gist verður á 4* hóteli miðsvæðis í London
 
Breyting á ferð 
Það er möguleiki á því að breyta ferðinni. Þetta á við þá sem vilja til dæmis lengja ferðina eða þeir sem vilja fara á öðrum tímum en við bjóðum uppá í ferðinni okkar hér á vefnum. Í flestum tilvikum er lítið mál að útvega gistingu í lengri tíma en verðið á aukanótt fer eftir því hóteli sem gist er á hverju sinni. Ef fólk hefur áhuga á því að breyta ferðinni sinni eitthvað, þá er bara málið að senda póst á thor@gaman.is. 
 
Farangursheimild
Farangursheimild fyrir ferðatösku utan handfarangurs er innifalin í fargjaldinu. Miðað er við að hver taska sé 20 kíló. Á vefsíðu WOW air er að finna helstu verðupplýsingar vegna bókana og annarrar þjónustu sem fluggestir WOW air gætu þurft að nýta sér. Hægt er að kaupa sér farangursheimild hjá Gaman Ferðum í síma 560-2000.
 

Hvað er innifalið

  • Hvað er innifalið?
  • Flug
  • Gisting
  • Miði á tónleika
  • 20 kg taska

4* hótel

Í ferðinni verður gist á 4* hóteli miðsvæðis í London.
Frá 119.900 kr. á mann

Föstudagskvöldið 10. ágúst verður hljómsveitin Iron Maiden með tónleika í London. Við hér hjá Gaman Ferðum náðum í nokkra VIP-miða á þessa tónleika og verðum að sjálfsögðu með ferð á þessa flottu tónleika. Tónleikarnir fara fram í The O2-höllinni í London.

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

560 2000

Aðrir áhugaverðir kostir