Jardin Tropical er einstaklega heillandi hótel við túrkisblátt hafið á suðurströnd Tenerife. Þessi notalegi gististaður er nýjung hjá Gaman Ferðum sumarið 2019. Staðsetningin er miðsvæðis, stutt frá smábátahöfninni Puerto Colon og Bobo ströndinni. 
 
Hótelgarðurinn er umvafinn fallegum gróðri sem gerir svæðið hlýlegt og fallegt. Saltvatnslaug og hituð sundlaug eru í garðinum.
 
Herbergi hótelsins voru tekin í gegn árið 2017 og eru hönnuð í skemmtilegum spænskum stíl með svölum eða verönd. Herbergin eru vel búin með helstu nauðsynjum fyrir ferðalagið.
 
Club herbergin bjóða uppá sérstaka þjónustu og henta vel kröfuhörðum gestum. Þjónustan sem fylgir þessum herbergjum er margvísleg og er meðal annars aðgangur að einkasvæði svo sem, Club Lounge, Sunset Terrace með einstöku útsýni, strandklúbburinn Las Rocas svo eitthvað sé nefnt.
 
Heilsulind hótelsins er ekki einungis slökunarstaður heldur einnig staður til að endurhlaða batteríin. Af nægu er að taka, slökunarnudd í sundlauginni, heilsurækt og alls kyns líkamsmeðferðir.
 
Á hótelinu eru 5 veitingastaðir og 5 barir sem sérhæfa sig í hefðbundnum spænskum mat ásamt því nýjasta úr framandi matargerð.
 
Frábært kostur fyrir vandláta.
 
 

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Tenerife
Herbergi 1Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir