Hotel Jardines de Nivaria er stórglæsilegt 5***** hótel, staðsett á Playa de Fañabe.  Hótelið er upplagt fyrir þá sem kjósa gæði, þjónustu og slökun, vilja vera í fallegu og rólegu umhverfi.
Hótelið býður upp á þolfimi, tennis, sportvöll, stórglæsileg heilsulind og mjög góðar aðstöður fyrir golf unnendur, þar á meðal 9 holu púttvöll og skápa til að geyma golfkylfur. Einnig býður það gestum upp á möguleika á að bóka tíma á teig á mismunandi golfvöllum í kringum eyjar Tenerife og La Gomera sem mun gera þeim kleift að njóta góðs af sérstökum afslætti.
Á hótelinu er einnig leiksvæði fyrir börn, leikherbergi, 3 veitingahús, 4 barir, glæsilegur sundlaugargarður umkringdur pálmatrjám, suðrænum plöntum og fossum með saltvatnslaug, ferskvatnslaug, heitum pott og upphituð barnalaug. Skemmtidagskrá og lifandi tónlist er í boði fyrir börn og fullorðna á daginn og kvöldin.
Öll herbergin eru stílhrein og fallega innréttuð með alla þá þjónustu sem búast má við frá hóteli í þessum flokki. Loftkælingu, flatskjá, fullbúnu baðherbergi með hárþurrku, síma, minibar, öryggishólfi, þráðlaust net, herbergisþjónustu allan sólarhringinn og svalir eða verönd með húsgögnum og hengirúmi. Hægt er að bóka tvíbýli, tvíbýli með garðsýni eða sjávarútsýni.
Val er um morgunverð, hálft fæði eða fullt fæði. 
 

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Tenerife
Herbergi 1


Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir