Julefrokost í Kaupmannahöfn 

Gaman Ferðir bjóða upp á Julefrokost í Kaupmannhöfn en undanfarin ár höfum við boðið upp á þessa vinsælu ferð okkar sem við svo sannarlega mælum með. Hvernig væri að skella sér með maka, vinahóp, saumaklúbbnum eða fjölskyldu njóta þess að vera sama, borða góðan mat og komast í ekta jólaskap. 

Gaman er að rölta um Tivolí og upplifa sanna jólastemmning kíkja á sölubása og njóta jólaljósanna. 

 
Danir eru frægir fyrir Julefrokost matinn og Íslendingar hafa lengi sótt þangað til að njóta hans. 
Í ferðinni er farið á Gröften veitingahúsið í frábært jólahlaðborð. Gröften er staðsettur í Tívólíinu sem fullkomnar stemninguna enda yndislegt að rölta um eftir matinn á svæðinu innan um ljósin og jólastemninguna sem þar skapast. Maturinn er frábær og þjónustan skemmtileg. Farið er á Gröften á föstudagskvöldi og hefst borðhald kl:19.00
 
Gist verður á Comfort Hotel Vesterbro sem er gott 3*** hótel staðsett í Vesterbro hverfinu. Það er 5 mínútna fjarlægð er að Tivoli og stuttur gangur er að ráðhústorginu og Strikinu. Herbergin eru vel búin með sjónvarpi,hárþurrku, öryggishólfi og minibar. Veitingastaður og bar er á hótelinu. Frítt Wifi er á herbergjum.
 
Innifalið í verði er flug með WOW air, skattar, 20 kg taska, handfarangur samkvæmt skilmálum WOW air, gisting með morgunverði, Julefrokost á Gröften og aðgangur að Tivoli.
 

Samtals frá
99.900 kr.
Verð eru breytileg og stýrast af
bókunarstöðu á hótelum og flugi.


Herbergi 1

Herbergi 2

Herbergi 3

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir