Yfirlit

Verð 

Ferðin kostar 179.900 kr. á mann. Innifalið er flug með WOW air, 20 kg taska báðar leiðir, gisting á hóteli með fullu fæði í eina viku, æfingar ýmist með íslenskum eða erlendum þjálfurum, rútur til og frá flugvelli, rútur/lestarferðir til og frá æfingasvæðum, rúta til og frá skemmtigarðinum Phantasienland sem og dagspassi í garðinn og íslensk fararstjórn.
 
Til að hámarka gæði Knattspyrnuskóla Gaman Ferða og til að geta sinnt hverjum leikmanni eins vel og mögulegt er þá er takmarkaður fjöldi sæta í boði á námskeiðið. 
 
Skólinn er í boði fyrir stráka og stelpur fædd 2002-2004.
 
Þjálfarar í Knattspyrnuskóla Gaman Ferða 
Það er Daði Rafnsson sem er skólastjóri knattspyrnuskóla Gaman Ferða. Daði er gríðarlega vel menntaður þjálfari og með mikla reynslu. Daði var yfirþjálfari yngri flokka hjá Breiðablik frá 2012-2016 og var síðast aðstoðarþjálfari JS Suning í Kína. Daði var einnig yfirkennari á afreksbraut Borgarholtsskóla í fótbolta í fjölmörg ár. Daði mun setja upp skólann í samvinnu við fleiri frábæra innlenda þjálfara og erlenda þjálfara.
 
Kortalán/Netgíró
Kortalán Valitors gerir Gaman Ferðum kleift að bjóða korthöfum einfalda og örugga greiðsludreifingu við kaup á ferðum hjá okkur. Greiðsluskipting vegna ferðakaupa getur verið í 3 til 12 mánuði og eru vextir breytilegir. Hámarksheimildir miðast við úttektarheimild, skuldastöðu, aldur og viðskiptasögu korthafa. Hafðu samband í síma 560-2000 eða sendu póst á gaman@gaman.is ef þú hefur áhuga á því borga ferðina með kortaláni eða Netgíró.
 
Flugferðin
Lagt er af stað frá Íslandi með WOW air til Frankfurt laugardaginn 28. júlí klukkan 06:00.  Flogið er heim á leið laugardaginn 4. ágúst  klukkan 12:35. Gott að vera mættur út á flugvöll um það bil tveimur tímum fyrir brottför.
 
Hótel 
Darmstadt Youth Hotel, 4 saman í herbergi.
 
Æfingasvæði
Æft er bæði á æfingasvæði SV Darmstadt 98 sem og FFC Frankfurt.
 
 
Farangursheimild
Farangursheimild fyrir ferðatösku (20 kg) utan handfarangurs er innifalin í fargjaldinu. Hver gestur má hafa með sér eina tösku í handfarangri, stærð: 42 x 32 x 25 cm. með handföngum og hjólum, hámark 10 kg. Auk þess má hafa meðferðis fríhafnarpoka. Ekki er leyfilegt að hafa vökva í handfarangri.

Hvað er innifalið

Innifalið í námskeiðinu: 
- Gist er í 4 manna herbergjum. 
- Fullt fæði námskeiðsdagana en góður heilsusamlegur íþróttamatur verður í öll mál. 
- Tvær æfingar verða á dag auk fyrirlestra. 
- Sérhæfð þjálfun, séræfingar undir handleiðslu fagmanna. 
- Flug fram og til baka ásamt 20 kg tösku. 
- Ferð í Phantasienland skemmtigarðinn (dagspassi og rútur)
- Rúta til og frá flugvelli 
- Íslensk fararstjórn

DJH Youth Hostel Darmstadt

Landgraf-Georg-Str. 119, Darmstadt, 64287
Nútíma hótel sem er sérstaklega hentugt fyrir hópa, námskeið og stærri viðburði. Staðsetningin er á frábærum stað miðsvæðis í Darmstadt.
 
Frá 179.900 kr. á mann

" Æfðu eins og atvinnumaður! Knattspyrnuskóli Gaman Ferða 2017 sló rækilega í gegn og er því komið að því að fara aftur. Að þessu sinni er ferðinni heitið til Þýskalands og verður æft við frábærar aðstæður undir leiðsögn topp þjálfara frá Íslandi og Þýskalandi. "

 

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

5602000

Aðrir áhugaverðir kostir